Baðherbergisviftur eru til í gríðarlega miklu úrvali hjá Íshúsinu. Við bjóðum upp á viftur frá nokkrum af helstu framleiðendum af baðviftum í heimiminum t.d. Blauberg í Þýskalandi og Vortice frá Ítaliu.

Baðherbergi viftur

Baðherbergi er uppspretta mikið af raka t.d. þá fara 420 grömm af raka í loftið við það að fara í 10 mínútna sturtuferð. Sama á við um annað sem við notum vatn við á baðherberginu, allt eykur rakastigið í loftinu. Þeir sem hafa farið í heita sturtu þekkja að móða safnast á spegilinn, móðan er raki sem hefur losnað við sturtuna og bundist loftinu, loftið er svo mettað að þegar það kemst í snertingu við kaldan spegilinn fellur rakinn úr loftinu.

Ef ekki er gripið strax til aðgerða með því að blása rakamettuðu lofti út, þá blandast það öðru lofti og eykur heildar rakastig í öllu búsvæðinu. Það er því mikilvægt að losa sig við rakann strax og áður en hann blandast við annað loft.

Við að velja réttar baðherbergisviftur er rétt að hafa í huga nokkur atriði:

  • Stærð herbergisisins
  • Hljóð
  • Stýringar
  • Orkunotkun
  • Mótþrýstingur

Stærð herbergisins, hefur áhrif á hversu öflug viftan þarf að vera. Þeim mun stærra sem rýmið er, þeim mun öflugri þarf viftan að vera. Flestar viftuarnar afkast frá um 80 m3/klst. Dæmigert baðherbergi eru um 20 m3, sem þýðir að það tekur 15 mínútur að skipta um allt loft í baðherberginu.

Eiginleikar

Hljóð, hefur áhrif. Ef það er mikill hávaði í viftunni eru litlar líkur á að við látum hana ganga. Til eru viftur sem gefa frá sér mismikið hljóð og ráða þar þættir eins og hvernig gengið frá viftunni sjálfri, hvernig spaðinn og mótorinn er eingangraður frá festingum við veginn. Einnig skiptir máli hvernig gengið er frá loftstokkum, jafnvel besta vifta með bestu mögulegu hljóðeinangrun kemur ekki í veg fyrir að illa lagðir stokkar gefi frá sér hljóð þegar loft leikur um þá.

Stýringar skipta máli, töluvert úrval ef af stýringum í boði. T.d. vifta sem gengur í ákveðin tíma eftir að hún er ræst, vifta sem er með rakastýringum eða viftur sem eru með hreyfiskynjurum og fara sjálfar í gang þegar hún nemur hreyfingu.

Orkunotkun getur verið mjög mismunandi eftir viftum. Sumar viftur eyða töluverðu rafmagni og því verður kostnaðurinn töluverður yfir árið að reka viftuna. Þær viftur sem Íshúsið býður upp á hafa allar verið gerðar þannig að þær eyða lágmarksrafmagni miðað við stærð.

Mótþrýstingur skiptir gríðarlega miklu máli. Baðviftur eru flestar hannaðar þannig að þeim er ekki ætlað að standast mikinn mótþrýsting. Mótþrýstingurinn verður til t.d. vegna þess að blása þarf loftinu um langan veg eða upp um töluverða hæð. Í tilfellum þar sem mjög mikill mótþrýstingur er, þarf að fá sérstakar viftur sem eru hannaðar til að standast mótþrýstinginn.


Baðherbergisviftur