Intellivent Snjallvifta – Fresh Intellivent SKY fyrir baðherbergi
Intellivent Snjallvifta, eða Fresh Intellivent SKY, er einstök baðvifta sem táknar næstu kynslóð loftræstilausna fyrir heimili. Hún er ekki bara vifta, heldur fullkomin snjallvifta sem er hönnuð til að tryggja ferskt og heilnæmt inniloft á baðherbergjum og öðrum rýmum sem verða fyrir raka og lykt, með nákvæmri stýringu í gegnum snjallsímaforrit (App) og snertipanel.
Viftan er með skynjara og snjallar aðgerðum sem greina sjálfkrafa aðstæður í rýminu og stilla starfsemi viftunnar eftir því. Hún er hljóðlát, orkusparandi og með yfirburða þrýstingsgetu miðað við sambærilegar viftur (3-4 m max).
Skynjar lykt:
Einstakur lyktskynjari í Intellivent Snjallviftunni greinir lykt (efnisagnir) í rýminu. Þegar lykt skynjast eykur viftan sjálfkrafa hraðann og fjarlægir lyktina fljótt til að viðhalda fersku lofti.
Rakastýrð:
Með sjálfstillandi rakastýringu skynjar viftan rakastigið í rýminu. Ef einhver fer í sturtu, þurrkari hækkar rakasigið eða rakastig hækkar snarlega, hækkar viftan sjálfkrafa hraðann og blæs meira af lofti til að draga rakann út áður en hann þéttist. Næmni rakaskynjarans er hægt að stilla í Appinu – en kemur forstillt.
Hljóðlát:
Þrátt fyrir mikla afköst er Intellivent Snjallviftan einstaklega hljóðlát. Hljóð er aðeins 19 dB(A) í 3 metra fjarlægð á lægsta hraða. Hægt er að stýra hraða viftunnar og þar með hljóðstigi í Appinu.
Snjallvifta – Greinir umhverfið:
Fresh Intellivent SKY er alvöru snjallvifta með innbyggðum skynjurum sem greina stöðugt aðstæður í rýminu:
- Rakastig: Skynjar breytingar og stillir afköst eftir þörfum.
- Lykt: Einstakur lyktarskynjari bregst við lykt.
- Ljós/Viðvera: Skynjar þegar einhver er í rýminu og getur stýrt viftunni eftir því. Hægt að stilla næmni og töf til að forðast óþarfa keyrslu t.d. á nóttunni eða við bílljós.
Helstu eiginleikar:
- Gerð: Snjall baðvifta (Intellivent SKY).
- Innbyggðir skynjarar: Rakaskynjari, Lyktarskynjari, Ljósskynjari.
- Stjórnun í gegnum Fresh Ventilation App (Bluetooth) og snertipanel.
- Sjálfvirk rakastýring og lyktarskynjun.
- Sjálfvirk virkni með ljósskynjara og loftræstikerfi.
- Hljóðlát – einstaklega hljóðlát.
- Yfirburða þrýstingsgeta (miðað við sambærilegar viftur (3-4 m).
- Orkusparandi (2-5W orkunotkun).
- Auðveld uppsetning (vegg eða loft) og þrif.
- Gerð úr vönduðu ABS efni.
- CE vottað.
Tæknilegar upplýsingar – Intellivent Snjallvifta (Fresh Intellivent SKY):
Eiginleiki | Eining | Gildi |
---|---|---|
Hámarks loftflæði | m³/klst | 140 |
Lágmarks hljóðþrýstingur @ 3m | dB(A) | 19 |
Mesti þrýstingur | Pa | 57 |
Orkunotkun | W | 2-5 |
Spenna | V AC | 100-240 |
Tíðni | Hz | 50-60 |
Vörn (IP Class) | – | IP44 |
Einangrunarflokkur | – | II° |
Hámarks umhverfishitastig | °C | 45 |
Efni | – | ABS |
Mál – Intellivent Snjallvifta:
Mál | Eining | Gildi |
---|---|---|
A | mm | 60 |
B | mm | 21 |
C | mm | 99 |
Þvermál tengingar (ØD) | mm | 100 / 125 |
Þvermál viftu einingar (CØ) | mm | 99 |
Ytra þvermál (DØ) | mm | 177 |
Dýpt (Spigot depth) | mm | 29 |
Notkun og uppsetning:
Intellivent Snjallviftan hentar fyrir baðherbergi með sturtu, klósett, þvottahús, eða önnur smærri rými sem þarfnast áreiðanlegrar og snjallrar loftræstingar. Hún er auðveld í uppsetningu á vegg eða í loft. Hægt er að velja um 100 mm eða 125 mm tengistærð við uppsetningu.
Myndband:
Bæklingar og Leiðbeiningar:
- Bæklingur með tækniupplýsingum um viftu (PDF)
- Hraðleiðbeiningar (PDF)
- Bæklingur um fresh viftur (PDF)
Algengar spurningar
1. Eyða Fresh Appinu.
2. Uppfæra símann þinn í nýjustu iOS útgáfu (ef þú ert ekki þegar með hana).
3. Sækja Fresh Appið aftur.
4. Gakktu úr skugga um að Fresh Appið hafi aðgang að „Bluetooth“. Þetta er gert í stillingum símans (Stillingar -> Skruna langt niður -> Fresh Appið).
5. Gakktu síðan úr skugga um að Bluetooth sé á símanum og að þú sért innan seilingar.
6. Ýttu einu sinni á aðgerðahnappinn á viftunni svo aðgerðatáknin lýsist.
7. Haltu síðan fingrinum á neðsta aðgerðatákninu í 8 sekúndur þar til það byrjar að blikka (þú hefur nú 30 sekúndur til að tengjast appinu).8. Opnaðu Fresh Appið og ýttu á „+“ táknið.
9. Veldu „Sky“.
10. Ýttu á „Tengjast“.
11. Sláðu inn valfrjálst nafn, t.d. baðherbergi, þvottahús, og ýttu á „Lokið“.
1. Eyða Fresh Appinu.
2. Uppfæra símann þinn í nýjustu Android útgáfu (ef þú ert ekki þegar með hana).
3. Gakktu úr skugga um að þú hafir ekki þegar bætt viftunni við í Bluetooth valmynd símans (Stillingar -> Bluetooth -> Parað tæki). Ef hún er undir „Parað tæki“, ýttu á „i“ táknið og veldu „Hætta pörun“.
4. Sækja Fresh Appið aftur.
5. Gakktu síðan úr skugga um að Fresh Appið hafi heimildir fyrir „Tæki í nágrenninu“ og „Staðsetningu“. Þetta er gert undir heimildastýringu í stillingum símans (Stillingar -> Friðhelgi -> Heimildastýring). Einnig er hægt að gera þetta með því að halda fingrinum á Fresh Appinu -> Upplýsingar um forrit -> Heimildir.
6. Gakktu síðan úr skugga um að Bluetooth sé á símanum og að þú sért innan seilingar.
7. Ýttu einu sinni á aðgerðahnappinn á viftunni svo aðgerðatáknin lýsist.
8. Haltu síðan fingrinum á neðsta aðgerðatákninu í 8 sekúndur þar til það byrjar að blikka (þú hefur nú 30 sekúndur til að tengjast appinu).
9. Opnaðu Fresh Appið og ýttu á „+“ táknið.
10. Veldu „Sky“.
11. Ýttu á „Tengjast“.
12. Sláðu inn valfrjálst nafn, t.d. baðherbergi, þvottahús, og ýttu á Í lagi.
Ekkert ljós: Viftan er slökkt eða í stöðugri grunnkeyrslu.
Blátt ljós: Viftan vinnur vegna aukins raka.
Blikkandi blátt: Viftan vinnur vegna þess að hún skynjaði að hún geti lækkað rakastigið í rýminu.
Grænt ljós: Lyktarskynjarinn hefur virkjað viftuna.
Fjólublátt ljós: Viftan er ræst með loftræstingar/vinnsluaðgerðinni.
Gult ljós: Viftan er í tímastýringu.
Blikkandi gult: Töfimælir (delay-on) er að telja niður, blikkar hraðar undir lokin.
Rautt ljós: Villa tengd mótor, hafðu samband við söluaðila.
Nei, en hægt er að stýra viftunni í gegnum Appið eða með snertiskjánum á hægri hlið viftunnar.
Já, bæði í gegnum Appið og snertiskjáinn á hægri hlið viftunnar.
Já, í gegnum Appið.