Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningerrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Quietline er hljóðlát röravifta – inline tegund fyrir annað hvort útsog eða innblástur með afköst upp á 100m3/klst. Hægt er að nota viftuna í fjölbreytt verkefni, hvort sem hún er tengd við rör eða ekki. Með því að snúa viftunni sjálfri getur hún annað hvort blásið inn eða sogað út.

Frá því hljóðláta viftan kom á markað hefur hún verið ein vinsælasta viftan okkar því hún blæs miklu magni án þess að vera með mikið hljóð.

Viftan hentar vel þar sem lagnir eru ekki langar og eru til dæmis ekki lengri en 3 metrar og ekki mikið lóðrétt. Ef þig vantar hljóðláta röraviftu fyrir lengri leiðir eigum við lausnir. Viðtan hentar í gríðarlega fjöbreytt verkefni þar sem þörf er á því að nota litla orku til að blása töluverðu magni af lofti um stutta leið t.d. til að jafna hitastig eða til að blása lofti út af baði.

Svona hljóðlát röravifta passar vel upp á staðlaðar stærðir af loftræsti rörum og fittings.

Einstök og glæný hönnun á viftum sem eru í senn hljóðlátar og afkastamiklar. Henta í rör sem eru allt að 3 metra löng (lárétt). Hægt að hafa stöðugt í gangi eða kveikt/slökkt.

Hannaðar fyrir plastör (en hægt að nota líka í spírör).

Mótor er búinn með sterkum kúlulegum, í einangraðu mótorhúsi til að draga úr hávaða eða víbring. Innbygð hitavörn.

Notar sérstaklega lítið rafmagn eða 4,5W sem er ótrúlega lítil orka fyrir svo öfluga viftu.

Ekki er hægt að fá viftuna með innbyggðum rakaskynjara eða tímaliða en hægt er að bæta slíkum við með viðbót.

Öflug og Hljóðlát röravifta sem hentar vel í styttri lagnir eða t.d. á milli rýma.

Framleiðandi Blauberg ventilatoren í Þýskalandi


Bæklingur (stærðir, afköst og aðrar upplýsingar):
Tækniupplýsingar og bæklingur

Stærðir:

Þyngd 1 kg
Ummál (áætluð stærð á pakningum): 21 × 21 × 15 cm