Loftræsting fyrir heimili

Í nútíma heimilum, hvort sem um er að ræða sérbýli, raðhús eða stærri íbúðir, er loftþéttni húsa sífellt meiri í þágu orkusparnaðar og minni hitakostnaðar. Þessi þróun, þótt hún sé góð fyrir budduna og umhverfið, getur leitt til þess að loftskipti verða ófullnægjandi á náttúrulegan hátt. Fyrir vikið getur inniloftið orðið mengað og óheilnæmt, sem hefur bein áhrif á líðan og heilsu þeirra sem þar dvelja. Án fullnægjandi loftræstingar safnast fljótt upp raki frá daglegri starfsemi eins og eldamennsku, böðun og þvotti. Þetta getur orsakað mygluvöxt og rakaskemmdir á byggingarefnum, sem eru kostnaðarsöm í viðgerð og geta haft alvarleg áhrif á öndunarfæri. Einnig hækkar magn koltvísýrings (CO₂) verulega í lokuðu rými, sem getur valdið höfuðverk, þreytu og einbeitingarskorti. Ofnæmisvaldar eins og rykmaurar, frjókorn og dýrahár, ásamt mengunarefnum frá húsgögnum og hreinsiefnum, haldast líka í loftinu ef ekki er loftræst reglulega. Ein helsta lausnin við þessum vandamálum í nútíma sérbýlum er uppsetning á vélrænu loftræstikerfi með varmaendurvinnslu. Slík kerfi eru hönnuð til að tryggja stöðugt flæði af fersku, síuðu útilofti inn í heimilið, á sama tíma og það dregur út mengað loft. Þetta skilar sér í mun hreinna og heilnæmara innilofti allan sólarhringinn.

Hvers vegna loftræsting með varmaendurvinnslu skiptir máli fyrir heimili?

Kostir loftræstikerfa með varmaendurvinnslu fyrir heimili eru margir og mikilvægir:
  • Heilbrigt inniloft: Kerfið tryggir stöðug loftskipti og fjarlægir mengunarefni, CO₂ og ofnæmisvalda, sem leiðir til heilbrigðara og þægilegra loftgæða.
  • Rakastýring: Sérstaklega með rotary varmaskiptum er hægt að stýra rakastigi innandyra, draga úr líkum á rakasöfnun, myglu og skemmdum á byggingu.
  • Orkusparnaður: Varmaskiptirinn endurheimtir stærstan hluta varmans úr útsogsluftinni og nýtir hann til að hita upp kalda inntaksluft. Þetta minnkar verulega orkuþörf til upphitunar og lækkar hitakostnað.
  • Minna ryk: Innbyggðar hágæða loftsíur draga verulega úr ryki og öðrum ögnum í loftinu sem blásið er inn.
  • Alltaf ferskt loft: Kerfið sér til þess að ferskt loft sé alltaf til staðar án þess að þurfa að opna glugga, sem er sérlega hentugt í köldu veðri eða þar sem mikill hávaði er úti.
  • Stjórnun: Hægt er að stýra nútíma kerfum á notendavænan hátt, oft eftir þörfum (t.d. út frá raka eða CO₂) eða með snertiskjá og jafnvel fjarstýringu.
  • Yfirþrýstingur: Sum kerfi gera kleift að halda smá yfirþrýstingi innandyra, sem getur dregið enn frekar úr innstreymi óhreins lofts, ryks eða skordýra eins og lúsmýs utan frá.

Myndir af kerfum:

Hvernig virka loftskiptikerfin?

Myndin sýnir hvernig loftflæðið er

Hvernig virka loftræstikerfin?

Loftræstikerfi með varmaendurvinnslu vinna eftir einfaldri meginreglu:
  1. Hreint útiloft er dregið inn í kerfið.
  2. Útiloftið fer í gegnum öflugar loftsíur til að hreinsa það af ryki og öðrum ögnum.
  3. Í varmaskiptinum er varmi (og raki ef um snúningsvarmaskipti er að ræða) úr notuðu (menguðu) innilofti fluttur yfir í ferska útiloftið án þess að loftstraumarnir blandist.
  4. Upphitaða og síuðu fersku lofti er síðan blásið inn í öll helstu rými heimilisins (stofu, svefnherbergi).
  5. Á sama tíma er notuðu (menguðu) lofti sogað frá rýmum eins og baðherbergjum, eldhúsum og þvottahúsum.
  6. Þetta mengaða loft fer í gegnum varmaskiptinn til að ná varmanum úr því og er síðan blásið út úr húsinu.

Algengar spurningar

1Hvað þarf ég stórt kerfi?
Við höfum búið til reiknivél til að reikna út afköstin: Reikna afköst Við val á afköstum geta auk þess komið inn margar breytur eins og aðgengi, hversu öflugt kerfi menn vilja o.fl. slíkir þættir
2Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnað er hægt að skipta í 3 liði:
  • Loftsíur
  • Rafmagn
  • Viðhald
Allir þessir þættir fara eftir því hversu stór kerfin eru.
3Uppsetning
Við bjóðum ekki upp á neina uppsetningu en getum bent á verktaka.
4Hönnun
Við hönnum ekki kerfi. Við hjálpum þér en mælum með því að fá fagmenn (t.d. verkfræðistofur) til þess að hanna kerfin fyrir þig.

Hvað þarftu?

Við höfum sett upp nokkra loftræstipakka með helstu hlutum til að þú getir áttað þig á því hvað þarf.

Við getum líka hjálpað þér að setja saman pakka - annars vegar ef kerfið hefur verið hannað með efnislista eða í samstarfi við þig (best að kíkja með teikningar).

Algeng loftræstikerfi:

Algengir hlutar:

Dæmi um uppsetningar á loftræstikerfum: