Vents 100 VKO – Einfaldur og hagkvæmur rörablásari
Vents 100 VKO er einfaldur og áreiðanlegur ásblásari (inline fan) hannaður til að passa beint inn í 100 mm loftræstirör eða sveigjanlegan barka. Blásarinn hentar vel fyrir stöðuga loftun eða tímabundna notkun, til dæmis þegar kveikt er á ljósinu á baðherbergi. Hann virkar jafnt fyrir útsog og innblástur, einfaldlega með því að snúa honum við í rörinu.
Notkunarsvið
Þessi blásari er góður kostur fyrir loftræstingu í rýmum eins og baðherbergjum, snyrtingum, eldhúsum eða geymslum þar sem loft þarf að flytjast um stuttar leiðir og við litla loftmótstöðu. Hann gengur beint inn í loftræstirörið eða barkann og báðir endar blásarans eru jafn stórir til að tryggja þétta tengingu.
Eiginleikar og kostir
- Bein tenging í rör: Passar nákvæmlega í 100 mm rör eða barka, auðveld uppsetning.
- Loftflæði: Skilar allt að 105 m³/klst loftflæði.
- Endingargott efni: Hús og spaði eru gerð úr hágæða ABS plasti með UV vörn sem tryggir að plastið gulnar síður.
- Orkunýtinn mótor: Hannaður fyrir mikla nýtni og lága orkunotkun (14W). Mótorinn er viðhaldsfrír og gerður fyrir samfelldan gang.
- Yfirhitunarvörn: Innbyggð vörn slekkur á mótornum ef hann ofhitnar.
- Rakavörn: Uppfyllir IPX4 staðalinn fyrir varnir gegn skvettum úr öllum áttum.
- Hljóðlátur gangur: Hljóðþrýstingsstig er 37 dB(A) mælt í 3 metra fjarlægð.
Uppsetning og stýring
Vents 100 VKO er festur beint inn í loftræstirörið. Athugið: Blásarinn kemur án rafmagnssnúru og klóa og þarf því að vera tengdur af löggiltum rafvirkja samkvæmt gildandi reglum.
Hægt er að stýra blásaranum með einföldum rofa (fylgir ekki) eða tengja hann við samhæfðan hraðastilli (seldur sér) til að stilla loftflæðið.
Tækniupplýsingar
- Tenging við loftræsikerfi: 100 mm
- Spenna: 220-240 V
- Tíðni: 50/60 Hz
- Orkunotkun: 14 W
- Straumnotkun: 0.085 A
- Hámarks loftflæði: 105 m³/klst
- Hljóðstig (LpA @ 3m): 37 dB(A)
- Varnarflokkur: IPX4
- Leyfilegt umhverfishitastig: +1°C til +40°C
- Þyngd: 0.41 kg
Málsetningar
Nánari upplýsingar um stærðir má sjá á myndinni hér að neðan og í tækniblaði.
