Plexus kæliraftar frá Lindab eru fjölhæfir kæliraftar fyrir fölsk loft og koma í stærðum 600 x 600 eða 1200 x 600 mm. Raftarnir voru þróaðir af Lindab í Danmörku og koma með fjölmörgum einstökum eiginleikum – sem og einkaleyfa vörðum lausnum til að hámarka orkunýtingu og koma með rétta loftdreifingu.
- Dreifa fersku lofti frá loftræstingu
- Einstök 360° loftdreifing
- Stærð 60 x 120cm eða 60×60 cm stærðum
- Einkaleyfa varin loftdreifing sem bætir loftdreifingu
- Hægt að tengja við fullkomið stýringar sem geta t.d. metið viðveru
- Hægt að fá með þrýstistýringu til að stýra loftflæði óháð þrýstingi
- Eurovent vottun
Lindab er eitt stærsta loftræstifyrirtæki heims og hefur verið leiðandi í þróun á hátæknilausnum í loftræstingum. Fyrirtækið er með þróunarstöðvar bæði í Danmörku og Svíþjóð og hefur þróað gríðarlega mikið af nýjungum og eru frægir fyrir að koma með traustar lausnir.
Plexus kæliraftarnir eru gríðarlega afkastamiklir miðað við stærð og því henta þar sem þörf er á góðri hitun eða kælingu. Auðvelt er að stilla loftflæði með JETCONE einkaleyfisvarða lausn til að stilla loftdreifingu og tryggja þannig að hægt er að stilla hvern og einn rétt miðað við þá starfsemi eða óskir starfsmanna sem eru í gagngi. Auk þess er „Angle Nozzles“ kerfi til tryggja rétta loftdreifingu.
Kæliraftar – stýringar
Hægt er að nota Regula Combi stýringuna frá Lindab, sem er hægt að tengja saman annað hvort við staðbundið kerfi eða miðlægan grunn eða bara nota sjálfstætt til að stýra kerfinu. Kerfið getur bæði stýrt öðrum ofnum rýmisins til að vera með rétt hitastig í rýminu. Regula Combi kemur forstillt með 8 hefðbundnum uppsetingum til að flýta fyrir og einfalda uppsetningu. Kemur með innbygðum hitanema en einnig er hægt að tengja við kerfið hreyfiskynjara til að draga úr hitastigi og loftræstingu þegar herbergi eru ekki í notkun og CO2 til að auka eða draga úr loftflæði útfrá notkun rýmisins.
Loftflæði
Ein mesti kostur Premium kæliraftar er stilling loftflæðisins, annars vegar er hægt að vera með sjálfvirkt kerfi til að stilla loftflæði miðað við aðstæður, stilla hitastig rýmisins og svo að lokum einkaleyfisvarða lausn þegar kemur að sjálfum innblæstrinum. Í staðin fyrir 2 eða 4 átta lofdreifingu er kælirafturinn með 360° lofdreifingu – sem tryggir jafnt loftflæði og dregur úr líkum á dragsúgi í kringum kæliraftinn.
Hitun eða kæling með kæliröftum.
Út frá hitastiginu í rýminu er hægt að stilla rétt hitastig, hvort sem það er hitun, kæling. Jafnframt að það sé hægt að stilla loftflæði miðað við aðstæður, með hreyfiskynjara eða CO2 skynjara er hægt að bæta við eða draga úr lofflæði, hægt að stilla hitastig og draga úr orkukostnaði með því að draga úr lofflæði þegar enginn er á staðnum en ekki bara eins og hefbundin kerfi skv. klukku.
Lindab skiptir máli
Það skiptir máli að velja góðan framleiðanda fyrir kæliraftana, með því að vera með sérstakt þróunarteymi í Danmörku tryggir Lindab hámarksorkunýtingu og hágæða kælirafta. Lindab hefur verið leiðandi í þróun kælirafta og á bæði fjölmargar tækninýjungar og einkaleyfisvarðar lausnir.
Bækling og tækniblöð:
- lindQST útreikingar
- Plexus bæklingur
- Uppsetningarleiðbeiningar
- Snöggleiðbeiningar fyrir uppsetningu
- Yfirlit yfir Lindab kælirafta