[CP_CALCULATED_FIELDS id=”6″]

Eftirfaranandi útreikningur byggir á byggingarreglugerð
Loftræsing íbúða og tengdra rýma.

Íbúðarhús má loftræsa með náttúrulegri loftræsingu, vélrænni loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja.

Tryggja ber að eftirfarandi loftskipti í íbúðarhúsum séu möguleg óháð gerð loftræsingar:

Öll íverurými skulu loftræst þannig að loftmagn sem berst til rýmis sé minnst 0,42 l/s á m² gólfflatar á meðan rýmið er í notkun og minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar meðan rýmið er ekki í notkun. Jafnframt skal tryggt að ferskloftsmagn sem berst til svefnherbergis sé aldrei minna en svo að það samsvari 7 l/s á hvert rúm meðan herbergið er í notkun.
Herbergi þar sem ekki er gert ráð fyrir stöðugri viðveru er þó heimilt að loftræsa þannig að magn fersklofts sé minnst 0,24 l/s á m² gólfflatar.
Útsog úr eldhúsi íbúðar skal ekki vera minna 30 l/s.
Útsog úr baðherbergi íbúðar skal ekki vera minna en 15 l/s.
Útsog úr minni snyrtingum skal vera minnst 10 l/s.
Útsog úr stökum geymslu- eða kjallaraherbergjum þar sem ekki er stöðug viðvera skal vera minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar.
Útsog frá þvottaherbergi einnar íbúðar skal minnst vera 20 l/s.
Miða skal við að íbúðir aldraða og sérhæfðar íbúðir fatlaðra séu í notkun allan sólar­hringinn.

Aðstreymi fersklofts að eldhúsi, baðherbergi, salerni eða þvottahúsi skal koma um op sem er að flatarmáli minnst 100 sm². Þegar þessi rými liggja ekki að útvegg má ferskloft til þeirra koma frá aðliggjandi rýmum með minna mengunar- eða rakaálagi. Þegar þau liggja að útvegg skal ferskloft koma að utan, um glugga eða sérstök loftræsiop.