Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningarrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Alhliða loftdreifari sem hentar bæði fyrir innblástur og útsog lofts í loftræstikerfum. Hannaður með sléttri, mínímalískri framhlið sem fellur glæsilega að loftinu eða vegg og gefur rýminu fágað yfirbragð.

Eiginleikar:

  • Alhliða notkun: Hentar jafnt til að blása inn fersku lofti og til að sjúga út óhreint loft.
  • Glæsileg hönnun: Slétt framhlið og mínímalísk lögun sem fellur vel að gifslofti og öðrum innréttingum.
  • Efni og frágangur: Framleiddur úr stáli, dufthúðaður með möttu (30% gljástig), hvítu (RAL 9016) lakki sem er þolið gegn útfjólubláum (UV) geislum.
  • Endingargóður: Auðveldur í þrifum og viðhaldi.
  • Fylgihlutir: Festihringur fylgir með fyrir uppsetningu.
  • Fjölhæfni: Hentar einnig vel fyrir uppsetningu í strekkt loft (dúkaloft) – oft gert með þartilgerðum brakketum.

Tæknilegar upplýsingar:

  • Tenging (Þvermál): 100 mm (tengist við dreifarabox eða rör.
  • Ytra þvermál: 140 mm
  • Litur: Hvítur (RAL 9016)
  • Ráðlagt loftflæði: 20 – 40 m³/klst
  • Frágangur í lofti: Stendur u.þ.b. 10-20 mm út úr lofti (fer eftir stillingu).

DAL loftdreifarinn er tilvalinn kostur þegar óskað er eftir bæði virkni og fallegri, nútímalegri hönnun í loftun.

Þyngd 1 kg
Stærð 10 × 11 × 11 cm