Innstungu hitastillir
Bn30 innstungu hitastillirinn er einföld og þægileg lausn til að stjórna hitastigi fyrir bæði hitunar- og kælitæki. Hann gerir kleift að stilla og viðhalda æskilegu herbergishitastigi á bilinu 5°C til 30°C.
Einföld hitastýring
Notkunin er afar einföld: Hitastillirinn er settur í vegginnstungu og hitunar- eða kælitækið síðan tengt í innstungu hitastillisins. Því næst er æskilegt hitastig valið á skjánum. Innbyggður nemi mælir stöðugt raunverulegan herbergishita og hitastillirinn kveikir og slekkur á tengdu tæki eftir þörfum til að viðhalda völdu hitastigi.
Vegna einfaldleika í notkun og stillingu hentar Bn30 sérlega vel til að stýra færanlegum hiturum eða öðrum einföldum hitunar- og kælibúnaði.
Helstu eiginleikar og kostir
- Auðveldur í notkun: Einfalt viðmót og stillingar.
- Fyrir hitun og kælingu: Hægt að nota til að stjórna bæði hitunartækjum og kælitækjum.
- Hitastigssvið: Stillanlegt hitastig frá 5°C upp í 30°C.
- Nákvæmni: Hitastig stillanlegt í 0,5°C þrepum.
- Skýr skjár: Stór LCD skjár sýnir greinilega núverandi herbergishita og stillingar.
- Innbyggður nemi: Mælir stöðugt hitastigið í rýminu.
- Tvöföld öryggisliða (relay): Þessi hönnun tryggir tvennt:
- Að tengd tæki verði alveg spennulaus þegar hitastillirinn slekkur á sér.
- Að hitastillirinn þoli mikið og stöðugt álag, allt að 16A (3680W).
- Rafmagnsleysisvörn (EEPROM): Innbyggt minni tryggir að stillingar vistast þótt rafmagn fari af.
- Slökkvifall (OFF): Hægt að slökkva alveg á tengdu tæki í gegnum hitastillinn.
- Vítt notkunarsvið: Virkar í umhverfishita frá -10°C upp í +70°C.
Dæmi um notkun
- Stýring á færanlegum rafmagns- eða innrauðum hiturum.
- Hitastýring fyrir frostvörn (t.d. í lögnum eða gróðurhúsum).
- Stýring á loftræstingu í gróðurhúsum eftir hitastigi.
- Hitastýring í geymslum eða öðrum smærri rýmum.
Tæknilegar upplýsingar
- Stýrisvið: 5°C til 30°C
- Nákvæmni: ±0.5°C
- Mælingartíðni: Á 10 sekúndna fresti
- Hámarksálag (viðnám): 16 A / 3.680 VA
- Hámarksálag (span): 2 A / 460 VA
- Tengi: CEE 7/7 (Schuko) innstunga og kló
- Rafmagn: 230 V, 50 Hz
- Notkunarumhverfi (hiti): -10°C til +70°C
- Þéttleiki: IP20
- Mál (L x B x H): 140 x 60 x 75 mm
Athugið: Tæki sem tengd eru við BN30 verða spennulaus þegar slökkt er á hitastillinum. Ef þau eiga að fara sjálfkrafa í gang aftur þegar hitastillirinn kveikir á sér, þurfa þau að vera með sjálfvirkri endurræsingu (automatic restart function).