Hitavír fyrir þakrennur – hitavírinn kemur tilbúinn með kló. Hægt er að fá hann í lengdum 5, 10, 15 og 25 metra (hitavírinn sjálfur) en svo er rafmagnssnúra 2 m í viðbót.
Hitavírinn er hugsaður til að halda vatnsrásinni opinni, þannig að vatnið getur alltaf komist í niðurfall. Með því að vatn nái alltaf að renna er dregið úr líkum á að vant flæði yfir og inn, séu of þungar þannig að þær brotni eða grýlukerti nái að myndist. Með því að vatn rennur strax í niðurfallið fyrir venjulega rennur dugar að vera með 1 röð af hitavír en í stærri rennur þarf að vera með fleiri.
Hitavírinn er með hitastilli – þannig að hann fer eingöngu af stað þegar hitastigið er nálægt frosti (+5°C) en hættir svo þegar frostið er orðið það mikið að það er lítil bráðnum (-10°C). Hitavírinn er það sem er kallað sjálfreglandi – sem þýðir að þeim mun kaldara sem er þeim mun meiri hita gefur vírinn frá sér og á því meiri möguleika á að bræða ísinn – en á móti þegar lítill kuldi er þá hitar hann lítið.
Hitavírinn hentar í flestar rennur hvort sem þær eru úr málmi eða plasti. Hins vegar henta þær ekki í rennur sem eru klæddar með þakdúk eða asfalti.
Helstu eiginleikar:
- Fastar lengdir 5, 10, 15 eða 25 m
- Sjálfreglandi
- Innbyggt thermóstat / hitastillir (startar í 5°C og stoppar í -10°C).
- Afköst 20 W/m við 0°C en eykst í meira frosti
- Kemur með 2 metra rafmagnssnúru og kló
Bæklingur:
Tækniupplýsingar
Lengd | 10, 15, 25, 5 |
---|