Loftviftur eru snjöll leið til að dreifa varma og koma hreyfingu á loft. Loftviftur henta vel bæði í stofur, svefnherbergi, skrifstofur, í vöruhús og verksmiðjur.

Íshúsið býður úrval af loftviftum frá Westinghouse og Vortice. Hægt er að fá viftur í loft sem eru bæði með ljósi og loftviftur án þess að hafa ljós. Einnig eru í boði stórar iðnaðarloftviftur.

Loftvifturnar frá Westinghosue hafa verið framleiddar í meira en 100 ár, eru framleiddar í Bandaríkjunum og eru með vinsælustu loftviftum í heiminum í dag. Fyrirtækið er býður nokkra tugi af viftum. Fyrir utan að skoða úrvalið sem við bjóðum hér þá er einnig hægt að skoða beit heimasíðu Westinghouse í Evrópu og sjá allt úrvalið hjá þeim.

Vortice eru leiðandi ítalskur viftuframleiðandi, sem er með úrval af stórum
og litlum loftviftum. Þeir bjóða loftviftur sem eru allt að 6 metra þvermál.

Vetrar-stilling
Varmi leitar upp og hitatig getur verið mjög mismunandi eftir hæð. Loftvifta dreifir þá varmanum. Loftviftan sparar því kyndingarkostnað, sérstaklega í á stöðum með meiri lofthæð t.d. í stórum stofum, skrifstofum, íþróttahúsum eða iðnaðarhúsnæði.

Sumarkæling
Loftviftur koma loftinu á hreyfingu og blæs loftinu niður með krafti og kemur þannig snertikælingu á.

Loftviftur henta víða og eru góð leið til að halda loftinu á hreyfingu, dreifa hita og til að koma í veg fyrir að loft staðni.

Filters

Showing 1–45 of 110 Products