Hvernig getur þrýstiskynjari fylgst með virkni viftu?

Þrýstiskynjari – eða mismunaþrýstiskynjari (e. differential pressure sensor) er skynjari sem nemur mismun þrýstings milli tveggja punkta. Hann er oft notaður til að fylgjast með loftflæði og virknistöðu vifta í loftræstikerfum. Skynjarinn er tengdur tveimur þrýstislöngum: einn á hærri þrýstipunkt (e. positive pressure side) eftir viftuna og hinn á lægri þrýstipunkt á viftunni (e. negative pressure side). Þrýstiskynjarinn skynjar svo þrýstinginn og áttar sig á því hvort viftan er í gangi eða ekki.
Viftuvaki – vaktar því viftuna og lætur vita ef hún á að vera í gangi en gengur ekki.
Þrýstiskynjari og viftur
- Viftan er ekki í gangi:
- Þegar viftan er óvirk, er þrýstingurinn jafnmikill hvoru megin við hana.
- Enginn þrýstingsmunur myndast og skynjarinn sendir ekki merki.
- Viftan ræsist:
- Þegar viftan byrjar að snúast, byrjar mismunur þrýstings að myndast.
- Dæmi: Ef þrýstingurinn fyrir framan viftuna er -40 Pa og eftir hana 100 Pa, er mismunurinn 60 Pa.
- Ef stillt viðmið skynjarans er 100 Pa, hefur það ekki náð markgildi og skynjarinn sendir ekki enn merki. Þetta færi þó eftir afli viftunnar.
- Viftan nár fullum hraða:
- Ef viftan vinnur á fullum afköstum getur mismunurinn orðið meiri (aftur fer eftir afli viftunnar og mótstöðunin í kerfinu).
- Dæmi: Þegar þrýstingurinn eftir viftuna er 150 Pa og fyrir framan hana -30 Pa, er mismunurinn 180 Pa.
- Þetta fer yfir viðmið skynjarans og hann virkjar merki sem hægt er að vinna með t.d. tengja við hússtjórnunarkerfi eða gaumljós.
Af hverju að nota mismunaþrýstiskynjara fyrir viftur?
Viftur í loftræstikerfum eru oft stjórnaðar í gegnum rafstýringar, sem nota rafasnerta til að greina hvort mótorinn sé í gangi. Hins vegar getur mótorinn verið í gangi þó að viftan sé ekki að hreyfast, t.d. ef reimarnar slitna eða út af öðrum eiginleikum mótorsins. Aðrir mótorar hafa alls ekki rafsnertur, hitaviðnám eða annað sem gefur til kynna hvort mótorinn sé í gangi og þá er mismunaþrýstiskynjari – eða bara þrýstiskynarji eina leiðin til að greina hvort mótor snúist.
Mismunaþrýstiskynjari veitir raunverulegar upplýsingar um loftflæði og sér til þess að viftan starfi eins og á að gera. Ef enginn þrýstingsmunur finnst þó að viftan eigi að vera í gangi, getur þetta gefið til kynna bilun sem þarf athugunar.
