Yrsa Björt Löve, ofnæmislæknis, sagði frá því í Reykjavík síðdegis í gær að viftur gætu verið lausn gegn nýja bitmýinu:

“Yrsa bendir þó á að sýnt hafi verið fram á að mýflugur þessar lifi ekki í roki eða vindi. Því væri hægt að kaupa viftur og setja inn í svefnherbergi í sumarhúsum til dæmis og þá ætti það að halda aftur af því að mý geti þrifist. „Það er ein hugmyndin, hvort það gefst vel veit ég ekki en þetta hefur verið ráðlagt.“”

Flugan getur ekki bitið þegar það er blásið í kringum hana og því hafa margir mælt með að nota viftur. Viftan þarf að vera nægjanlega kraftmikil svo að loftið flæði nægjanlega um rýmið og komi í veg fyrir að loftið sé stopp.

Ekki þarf viftan þó að vera af sérstakri gerð, bara nógu öflug.

Eftir því hvaða aðstæður eru á hverjum stað, þá eigum við fjölmargar viftur sem gætu komið til greina til að draga úr biti. Hér fyrir neðan er

Gólfviftur

Gólfviftur eru oft öflugri en viftur á borði og blása af meiri krafti og koma loftinu meira á hreyfingu.

Loftviftur

viftur westinghouse
Loftvifturnar frá Westinghouse hafa verið með mest seldu loftviftum á Íslandi í áratugi. Westinghouse hefur framleitt rafmangstæki frá árinu 1886. Verð á viftum frá 18.900.