Varmadreifari til að hengja upp í loft til að dreifa og jafna hitastig eða jafna rakasig. Hiti leitar upp, og hitastig er oft ójafnt þar sem mesti hitinn leitar upp undir loft. Á sama tíma þarf að hita upp til að hafa nægjanlega hátt hitastig í lægri hæð.
Varmadreifarinn er notaður til að hræra upp í lofti og jafna hitastig t.d. í iðnaðarhúsnæði, íþróttahúsum, vörugeymsslum, verslunum og útihúsum. Þetta á sérstaklega við um þar sem mikil lofthæð er.
Með þessu er hægt að spara í kyndikostnaði. Mælingar sýna allt að 15°C mun á lægsta og hæsta punkti í háum byggingum. Mikil orka fer því að kynda, varma sem leitar svo allur upp. Því getur varmadreifari jafnað hitastigið og lækkað þörfina fyrir að kynda.
Uppbygginga
- Hringur með rúnuðum brúm smíðaður úr sterku varanlegu efni
- Keðjur og brakket til að hengja upp
- Viftuspaði úr plasti og kjarni úr steyptu áli. Ballanserað samkvæmt staðli UNI ISO 1940
- Öflugur rafmótir sem er þriggja eða einfasa, hægt að hraðastýra
- IP 55 raka og rykþéttleiki, sem þýðir að mótor þolir hátt rakastig
- Þolir hitastig á bilinu -20°C / +50°C.
Aukahlutir:
- Hraðstýring
- Hitamælir sem mælir hitastig efst og neðst og setur viftu að stað ef hitamunur verður of mikill
Bæklingur
Tækniupplýsingar