Lýsing
VH þakhetta er hönnuð sem loftrás fyrir inntakshetta bæði fyrir iðnaðar- og þægindaloftun,
en hún getur einnig verið notuð sem útsogshetta.
Einföld hetta – sem veitir þó takmarkaða veðurvernd.
Eiginleikar
- Framleidd úr galvaníseruðu stáli, en er einnig fáanleg í ryðfríu stáli, áli eða duftlökkuðu stáli í mismunandi litum.
- Búin neti og stút sem veitir virka vörn gegn rigningu, laufum og öðrum aðskotahlutum.
- Staðalhönnun er með stút, en hægt er að sérpanta flans eða önnur tengi eftir óskum.
Athugasemd
Þegar þakhettan er notuð sem loftinntak er mælt með að hraði í tengiloftrás sé undir 5 m/s til að koma í veg fyrir vatnsinntog. Veitir takmarkaða veðurvernd á Íslandi.
Tæknilegar upplýsingar
Ød1 (mm) | ØD (mm) | h (mm) | H (mm) | Frítt svæði net (m²) | Frítt svæði D-d1 (m²) | Þyngd (kg) |
---|---|---|---|---|---|---|
80 | 180 | 60 | 133 | 0,013 | 0,020 | 0,70 |
100 | 180 | 60 | 133 | 0,017 | 0,018 | 0,70 |
125 | 224 | 60 | 139 | 0,022 | 0,027 | 0,90 |
160 | 290 | 60 | 148 | 0,029 | 0,046 | 1,10 |
200 | 360 | 100 | 197 | 0,056 | 0,070 | 1,90 |
250 | 450 | 100 | 228 | 0,077 | 0,110 | 2,60 |
315 | 570 | 100 | 244 | 0,105 | 0,177 | 4,10 |
Tækniblað: