Snjófang er leið til að koma í veg fyrir að snjór komist inn í loftræstingar, rör eða inn á þök.
Snjófangið kemur í fleka sem er ca 2,5 cm þykkt og notað til að strengja fyrir loftunarop, þannig að loft kemst greiðlega út eða inn en snjór nær ekki að komast inn í loftunargötun. Snjófang er gert til að tefja innkomu snjósins og það séu minni líkur á að snjórinn fari inn í gatið.
Snjófangið er selt í stærð ca 75 x 35 cm mottu.
Þyngd | 1 kg |
---|---|
Stærð | 3 × 35 × 75 cm |