Vents TT-PRO 125 rörvifta
VENTS TT-PRO rörvifturnar eru afkastamiklar viftur með blönduðu flæði (mixed-flow) sem sameina kosti bæði ásvifta (axial) og miðflóttavifta (centrifugal). Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir bæði útsog og innblástur í loftræstikerfum þar sem krafist er þrýstings, öflugs loftflæðis og lágs hljóðstigs. Viftuhúsið er framleitt úr hágæða, endingargóðu og hægbrennanlegu pólýprópýlen plasti (low flammable polypropylene). Hönnun viftunnar er úthugsuð til að hámarka afköst:
- Inntak viftunnar er með sérstökum safnara (collector) sem tryggir mjúkt loftinntak.
- Hálfkúlulaga lögun viftuspaðans og sérstaklega mótaðir spaðar auka hringhraða loftsins og skila hærri þrýstingi og afköstum samanborið við hefðbundnar ásviftur.
- Loftdreifirinn (diffuser) og stýrispaðar (directing vanes) við úttak viftuhússins dreifa loftflæðinu þannig að besta mögulega samsetning næst milli mikilla afkasta, aukins þrýstings og lágs hljóðstigs.
Einn mikilvægur kostur TT-PRO línunnar er að hægt er að fjarlægja miðhlutann með mótor og viftuspaða á einfaldan hátt fyrir þrif og viðhald, án þess að þurfa að taka viftuhúsið úr loftræstilögninni. Þetta auðveldar allt viðhald til muna.
Þessar viftur eru tilvalin lausn fyrir loftræstingu á baðherbergjum, eldhúsum og öðrum rýmum með miklum raka, sem og fyrir almenna loftræstingu í íbúðum, sumarhúsum, verslunum, kaffihúsum og fleiri stöðum þar sem þörf er á skilvirkri loftræstingu. TT-PRO línan er fáanleg fyrir loftræstirör frá 100mm upp í 315mm. Þessi síða fjallar sérstaklega um TT-PRO-125, sem er 125mm útgáfan í þessari öflugu viftulínu.
Tæknilegar upplýsingar (TT-PRO 125):
- Gerð: TT-PRO 125
- Framleiðandi: Vents
- Spenna: 230V
- Fjöldi fasa: 1~
- Tíðni: 50/60Hz
- Inntaksafl (min/max): 25W / 29W
- Inntaksstraumur (min/max): 0.13A / 0.11A
- Hámark loftflæði (min/max): 240 m³/klst. / 350 m³/klst.
- Snúningshraði (min/max): 1630 sn/mín / 2300 sn/mín
- Hljóðstig við 3m (min/max): 29 dB(A) / 34 dB(A)
- Hámarkshiti flutt lofts: 60°C
- Verndarflokkur mótors: IP X4
- Einangrunarflokkur mótors: B
- Gerð mótors: AC mótor
- Legur: Kúlulegur
- Hús efni: Hægbrennanlegt pólýprópýlen plast
Mál (mm – TT-PRO 125):
- Nominal þvermál: 123 mm
- Hæð (H): 195.6 mm
- Breidd (B): 226 mm
- Lengd (L): 258.5 mm
- Þyngd: 2.15 kg
Myndir og uppsetningardæmi

Rörvifta – hægt að opna fyrir auðveld þrif.

Dæmi um uppsetningu á baðherbergi.

Dæmi um uppsetningu á skrifstofu.

Dæmi um uppsetningu þar sem tvær viftur eru hliðtengdar til að auka afköst.
Bæklingur
Nánari tæknilegar upplýsingar um TT-PRO línuna, þar á meðal afköst, málsetningar og rafmagnstengingar fyrir allar stærðir (þ.m.t. TT-PRO-125), má finna í ítarlegum bæklingi framleiðanda: