Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningarrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Af hverju skipta gæða loftsíur máli?

Við hjá Íshúsinu ehf bjóðum hágæða loftsíulausnir frá Mann+Hummel. Undanfarið hefur orðið mikil vakning varðandi val á loftsíum þar sem sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að fjárfesting í betri síum skilar sér margfalt til baka. Þegar kemur að síum er innkaupsverðið aðeins lítill hluti af heildarkostnaðinum yfir líftíma síunnar. Orkunotkun, endingartími og viðhaldskostnaður hafa oft mun meiri áhrif.

Vissir þú að vandaðri loftsíur frá Mann+Hummel, sem við bjóðum, geta skilað þér beinum ávinningi?

  • Lægri rekstrarkostnaður: Skilvirkari síur geta dregið úr orkunotkun loftræstikerfa og þurfa oft sjaldnar skipti, sem sparar bæði vinnu og fé.
  • Lengri líftími búnaðar: Hágæða síur vernda viðkvæma íhluti í loftræsikerfinu, eins og viftur og varmaskipta, fyrir ryki og óhreinindum, sem getur lengt endingartíma búnaðarins verulega.
  • Bætt loftgæði: Öflugri síun tryggir hreinna og heilnæmara inniloft fyrir starfsfólk og viðskiptavini, laust við rykagnir og önnur mengunarefni.
  • Minnkaður hávaði: Rétt hannaðar síur með lágt þrýstifall stuðla að jafnara loftflæði og geta þar með minnkað hávaða frá loftræsikerfinu.
  • Minni vinna og kolefnisspor: Það þarf sjaldnar að skipta um endingargóðar síur, sem sparar vinnu, minnkar úrgang og lækkar kolefnissporið.

Mann+Hummel – Leiðandi í loftsíum

Mann+Hummel er heimsþekktur framleiðandi sem leggur áherslu á nýsköpun og gæði í sínum vörum. Airpocket Eco pokasíurnar eru frábært dæmi um það.

Í Mann+Hummel ECO pokasíunum eru notuð háþróuð gerviefni sem eru hönnuð fyrir framúrskarandi afköst. Í afkastameiri útgáfum er notast við bylgjulaga gerviefni sem er sérsaumað í ákjósanlegt V-form, sem eykur loftflæði og síunarhæfni. Í síum með hefðbundna afkastagetu er notast við nýjustu gerð gerviefna í fínstilltri hönnun sem skilar leiðandi orkunýtni á markaði. Þar að auki hámarkar fjöllaga uppbygging með innbyggðri for-síu endingartíma síunnar og lækkar heildarlíftímakostnaðinn.

Vegna þess hvernig pokasían er uppbyggð getur hún notast við færri poka, en á móti er yfirborð hvers poka margfalt á við það sem aðrir framleiðendur bjóða upp á.

Gerviefnin sem eru notuð eru þægileg viðkomu og valda engri ertingu ólíkt glertrefjasíunum sem voru áður algengar.  Auðvelt er að skipta um að henda.

Ramminn er gerður úr plasti sem er líka betri en stál, þar sem engin hætta er á að ramminn fari að ryðga.

Nákvæmur saumur á loftsíunni kemur í veg fyrir að líkur séu á loftleka.

Airpocket Eco – Tæknilegar upplýsingar

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir Airpocket Eco síurnar sem við bjóðum frá Mann+Hummel, byggt á útdrætti úr tæknigögnum framleiðanda:

Síuflokkur ISO 16890 Síuflokkur EN 779 Stærð (mm) (BxHxD) Fjöldi vasa Loftflæði (m³/klst) Þrýstifall (Pa) Orkunotkun (kWst/ári) Orkuflokkur (Eurovent 2019)
ePM10 50% M5 592x592x360 6 3400 45 584 B
ePM1 65% F7 592x592x500 10 3400 75 1013 B
ePM1 65% F7 592x592x635 6 3400 100 1597 D
ePM1 65% F7 592x592x635 8 3400 80 1048 B
ePM1 65% F7 592x592x635 10 3400 60 757 A+
ePM1 85% F9 592x592x500 8 3400 105 1531 C
ePM1 85% F9 592x592x535 10 3400 80 1108 A
ePM1 85% F9 592x592x635 8 3400 100 1186 A

Athugið að þessi listi sýnir aðeins hluta af þeim stærðum og gerðum sem í boði eru. Hafðu samband til að fá upplýsingar um aðrar stærðir eða sérlausnir.

Berðu saman þinn kostnað – Líftímakostnaðar-reiknivél

Til að hjálpa þér að sjá heildarmyndina og raunverulegan kostnað yfir líftíma síunnar höfum við þróað líftímakostnaðar-reiknivél á vefsíðunni okkar. Þar getur þú borið saman mismunandi síulausnir og séð hver raunverulegi sparnaðurinn getur orðið til lengri tíma.

Notaðu reiknivélina hér: https://www.ishusid.is/loftsiur.php

Sláðu inn upplýsingar um þær síur sem þú notar nú þegar – notaðu raunveruleg gögn eins og kostur er – til að fá raunhæfan samanburð við þær hágæða lausnir sem við bjóðum upp á frá Mann+Hummel. Þú gætir komist að því að fjárfesting í betri síu borgar sig margfalt þegar horft er til orkunotkunar, viðhalds og endingar.

Bæklingur: