Orkumælar Trotec BX09
Orkumælirinn Trotec BX09 er snögg og auðveld leið til að mæla hversu mikla orku ákveðin tæki heima hjá þér eða á skrifstofunni eru að nota. Þú getur auðveldlega séð hvort ákveðin raftæki séu að nota eðlilegt rafmagn eða hversu mikið rafmagn er notað. Tækið getur numið niður í 0,1W svo að það er hægt að mæla jafnvel tæki sem eru í biðstöðu.
Hann er einfaldur í uppsetningu; bara stinga honum í samband og setja rafmagnstækið í samband við mælitækið og BX09 byrjar strax að mæla strauminn sem tækið notar.
Orkumælirinn hentar hvort sem er fyrir þvottavélar, tölvur, sjónvörp, magnara, myndbandstæki, þurrkara, kæliskápa, frystiskápa, hitara, lampa, ljós eða önnur rafmagnstæki sem eru sett í samband.
Orkumælirinn hefur verið mikið notaður sem einföld leið til að sjá hvort tæki séu í gangi eða ekki og hvað þau eru þá að nota mikla orku.
Eignileikar
- Snöggur og auðveldur aflestur af orkunotkun.
- Orkunotkun sýnd í vöttum, verði (þarf að gefa grunnverð) og verð per kWstund.
- Lágmarks orkunotkun 0,1 W.
- Sýnir rauntíma notkun orkunotkun frá 0,1 W að lágmarki.
- Sýnir orkunotkun á 1 eða fleiri tækjum.
- Sýnir uppsafnaða notkun yfir ákveðið tímabil – auðvelt að stýra ákveðnu tímabili.
- Hægt að tengja við fjöltengi til að sjá orkunotkun á fleiri en einu tæki.
- Auðvelt að lesa og sjá á LCD skjá.
Tæknilegar upplýsingar
Lýsing | Gildi |
---|---|
Mælisvið | 0,1 W – 3.680 W |
Nákvæmni | ±2 W (0-100 W) / ±2 % (100-3680 W) |
Vinnusvið (hitastig) | +5 °C til +40 °C |
Notkunarmæling | 0,01 – 9999,9 kWh |
Hámarks afkastageta | 3680 W / 16 A |
Skráningargeta | 9.999 klst |
Mál (L x B x H) | 95 x 50 x 70 mm |
Þyngd | 0,1 kg |
Tengispennur (AC) | 230 V |
Straummíðni | 50 / 60 Hz |
Skjár | LCD |
Minnisgeymsla | Já |
Húsnæði | Plast |
Vatns- og rykþéttleiki | IP20 |
- Orkumælir í sambandi
- Orkumælir
- Orkumælir stærð