CIVIC frá þýska framleiðandanum Blauberg er loftræstikerfi serm er hugsað fyrir skólastofur, skrifstoru eða aðrar byggingar þar sem þörf er að setja upp loftræstingu eftir að bygging hefur verið kláruð. Einfalt í uppsetningu – bara setja upp við útvegg og tengja rör út. Þetta einfaldar til muna uppsetningu á loftræstingunni þar sem ekki er þörf á að leggja langar lagnir.
Gert úr hágæða efnum úr plasthúðuðu stáli, kemur með varma og hljóðeinangrun til að draga úr hljóði, hægt að fá með innbyggðum for og / eða eftirhitara til að hita upp kalt útiloftið.
Loftsíur eru bæði á innblæstri og útsgo með panel filterum.
Loftræstikerfið kemur með öflugum varmaskipti, þannig að það notar inniloftið til að hita upp útiloftið áður en því er blásið inn í rýmið. Kerfið kemur auk þess með bypass loka til ef þörf er á kælingu að hleypa inn köldu lofti. Hitarar sjá svo um að fullhita loftið í það hitastig sem óskað er.
Kerfið kemur með lokum, þannig að þegar kerfið er ekki í gangi er það lokað til að koma í veg fyrir að loft blási inn.
Rafmótorarnir í kerfinu eru EC lágorku mótorar sem eru hljóðlátir.
Civic kerfið kemur með veggstýringu sem er hægt að tengja við hústjórnarkerfi til að stýra því.
Bæklingar og tækniupplýsingar: