Loftvifta
Loftviftan er kölluð iðnaðarvifta vegna þess að hún er með öflugum málmspöðum, en getur hentað víða, hvort sem er í iðnaði, skrifstofum eða á heimili.
Hentar til að halda loftinu á hreyfingu á stóru svæði. Viftan kemur með takka sem er hægt að setja upp á vegg til að stjórna hraða viftunnar.
Westinghouse er þekkt alþjóðlegt merki sem var stofnað árið 1886 og hefur frá þeim tíma verið leiðandi í framleiðslu á rafmagnstækjum eins og ljósum, viftum og ísskápum.
Eiginleikar
- Stærð 142 cm, sem hentar innandyra
- AC rafmagnsmótor
- Ekkert ljós
- 4 hraðar
- Sumar og vetrar stilling
Hægt er að tengja við hana fjastýringu (aukahlutur) og sleppa þá að nota rofann sem fylgir með. Viftan notar 63 W á mesta snúningi sem eru 250 snúningar á mínútu.
Innifalið
- Viftan
- Viftuframlenging (12 tommu)
- Kúluupphengja (veltanleg)
- Veggstýring
Viftan er ein vinsælasta vifta í heimi, sem hefur verið nánast óbreytt í áratugi frá Westinghouse.
- Blöð: 3 blöð úr stáli
- Litur: Dökkur
- Halli á blöðum: 8°
- Ljós: Nei
Bæklingur
Leiðbeiningar
Rúmmálsþyngd (Ekki raunþyngd): | 7 kg |
---|---|
Ummál (áætluð stærð á pakningum): | 22 × 23 × 65 cm |