Hitavír fyrir þakrennur MAGNUM Trace Gutter Heat – 10 metra fyrir íslenskar aðstæður
MAGNUM Trace Gutter Heat (MTGH) er sjálfstillandi / sjálfregulerandi hitavír sem er sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir snjó- og ísmyndun á þökum, í þakrennum og í niðurföllum. Þetta er kjörin lausn fyrir íslenskar vetraraðstæður í Reykjavík. Hitavírinn kemur tilbúinn með kló og er fáanlegur í lengdum 5, 10, 15 og 25 metra, auk þess er 2 metra rafmagnssnúra í viðbót.
Hitavírinn er hugsaður til að halda vatnsrásinni opinni, þannig að vatnið getur alltaf komist í niðurfall. Með því að vatn nái alltaf að renna er dregið úr líkum á að vatn flæði yfir og inn, að rennur verði of þungar og brotni eða að grýlukerti nái að myndast. Fyrir venjulegar rennur dugar að vera með eina röð af hitavír, en í stærri rennur þarf að vera með fleiri raðir.
Hitavírinn er með innbyggðum hitastilli, sem þýðir að hann fer eingöngu af stað þegar hitastigið er nálægt frosti (+5°C) og hættir svo þegar frostið er orðið það mikið að lítil bráðnun á sér stað (-10°C). Hitavírinn er sjálfreglandi, sem þýðir að því kaldara sem er, því meiri hita gefur vírinn frá sér og á því meiri möguleika á að bræða ísinn. Þegar hitinn er mildari hitar hann hins vegar lítið.
Hitavírinn hentar í flestar rennur hvort sem þær eru úr málmi eða plasti. Hins vegar henta þær ekki í rennur sem eru klæddar með þakdúk eða asfalti.
Helstu eiginleikar
- Fastar lengdir: 5, 10, 15 eða 25 m.
- Sjálfreglandi.
- Innbyggt hitastillir (startar í +5°C og stoppar í -10°C).
- Afköst: 20 W/m við 0°C en eykst í meira frosti.
- Kemur með 2 metra rafmagnssnúru og kló.
Tæknilegar upplýsingar
Lýsing | Gildi |
---|---|
Uppbygging | Álþynnur með UV-þolinni TPE-O hlíf |
Leiðarar | Nikkilhúðaður koparvír |
Aflgjafi | Loft við 10°C – 20 W / Ís við 30 W |
Hámarkshiti (án spennu) | 85°C |
Hámarkshiti (með spennu) | 65°C |
Spenna | 230 V |
Lágmarks beygjuradíus | 25 mm |
Lægsti uppsetningarhiti | -45°C |
Mál (mm) | 10.5 x 5.9 |
Þyngd | 7.4 kg/100 m |
Litur | Svartur/UV-þolinn |
Skrár
Algengar spurningar um hitavírinn
Hvað er MAGNUM Trace Gutter Heat hitavír og til hvers er hann notaður?
MAGNUM Trace Gutter Heat (MTGH) er sjálfstillandi hitavír sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir snjó- og ísmyndun á þökum, í þakrennum og niðurföllum. Hann tryggir að vatn flæði frjálst og dregur úr líkum á skemmdum af völdum íss, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir íslenskar aðstæður.
Hvernig virkar sjálfreglandi eiginleiki hitavírsins?
Sjálfreglandi eiginleikinn þýðir að hitavírinn aðlagar hitaafköst sín eftir umhverfishitastigi. Því kaldara sem er, því meiri hita gefur vírinn frá sér. Þetta eykur skilvirkni og sparar orku, þar sem vírinn hitar minna þegar kuldinn er lítill.
Er hitavírinn með innbyggðum hitastilli?
Já, hitavírinn er með innbyggðum hitastilli. Hann fer í gang þegar hitastigið er nálægt frosti (+5°C) og hættir að hita þegar frostið er orðið það mikið að lítil bráðnun á sér stað (-10°C).
Hvaða lengdir eru í boði og fylgir kló með?
Hitavírinn er fáanlegur í föstum lengdum: 5, 10, 15 og 25 metra. Hann kemur tilbúinn með kló og 2 metra rafmagnssnúru til viðbótar við lengd hitavírsins.
Getur hitavírinn verið settur í plastrennur?
Já, hitavírinn hentar í flestar rennur, hvort sem þær eru úr málmi eða plasti. Hins vegar hentar hann ekki í rennur sem eru klæddar með þakdúk eða asfalti.
Hvað með orkunotkun og skilvirkni?
Hitavírinn er sjálfreglandi og aðlagar afköst sín eftir þörfum, sem dregur úr orkunotkun. Mælt er með aukaeinangrun til að hámarka skilvirkni og draga úr hitatapi.
Hvað eru helstu kostir þess að nota þennan hitavír?
- Kemur í veg fyrir ís- og snjómyndun í þakrennum og niðurföllum.
- Dregur úr líkum á vatnstjóni, brotnum rennum og grýlukertum.
- Sjálfreglandi og orkusparandi virkni.
- Innbyggður hitastillir fyrir sjálfvirka stýringu.
- Auðveld uppsetning og hentar í flestar gerðir af rennum.
Hvað þarf ég langan vír?
Oftast er miðað við heildarlengd þakrennunnar og í um helmingi tilfella þarf einnig að fara með vírinn niður í niðurföll.
Þarf að setja hitavír í niðurföll?
Ekki alltaf, en ef það eru vandamál með ísmyndun í niðurföllum er mælt með því að setja hitavír þangað líka.
Er hægt að framlengja hitavírinn?
Nei, það er ekki hægt að framlengja hitavírinn sjálfan. Ef þörf er á lengri vír eru nokkrir vírar tengdir saman í tengidós.
Þarf ég að leggja 1-2-3 víra í hverja rennu?
Oftast dugar aðeins einn vír, en ef álagið er mikið eða rennan er stór, þá þarf meira af hitavír.