Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningarrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Gámarist – Grá

1.981 kr.

Ekki til á lager

Láta vita þegar vara kemur aftur!

Gámarist – Loftrist fyrir vörugáma (Grá)

Þessi gámarist er sérhönnuð loftrist sem er ætluð til að auka loftflæði og vernda vörugáma. Hún er mikilvægur hluti af fylgihlutum gáma og hjálpar til við að lágmarka þéttingu og raka, og þar með myglu í gáminum.

Gámar eru sterkir og endingargóðir, en oft verða þeir fyrir miklum hitasveiflum , hvort sem er í flutningi eða á gámasvæðum. Þetta getur valdið miklum hitasveiflum og raka inni í gámnum. Með gámaristinni er hægt að tryggja loftræstingu og draga úr líkum á rakaþéttingu.

Öflug loftun á gáma, með góðri veðurvörn þar sem hitastig og rakastig gámsins ræður loftunninni.

Hönnun og eiginleikar

  • Efni: Framleitt úr hágæða og endingargóðu ABS plasti.
  • Þétting: Með þykkri og endingargóðri gúmmíþéttingu, sem gerir þéttingu og kemur í veg fyrir leka.
  • Veðurþolin: Góð veðurhlíf, Þolir vel veður og mikinn hita, án þess að missa virkni.
  • Sérstök hönnun: Hönnun ristanna er hallandi og vísar niður á við og inn á við. Þetta gerir kleift að fá fullnægjandi loftræstinga án þess að vatn komist inn í gáminn þegar rignir. Ef eitthvað vatn kemst í gegnum ristina eru loftrásir á sínum stað sem leyfa vatninu að renna út í stað þess að fara inn í gáminn.
  • Innbyggt skordýranet: Til að verjast skordýrum (göt á rist).
  • Fjöldi gata: Ristin er með þremur götum fyrir loftflæði.
  • Litur: Grár.

Kostir

  • Bætir loftræstingu og dregur úr þéttingu og raka.
  • Hjálpar til við að koma í veg fyrir myglu.
  • Dregur úr hita inni í gámnum.
  • Einföld og fljótleg uppsetning, án suðu. Festist með skrúfum.
  • Hentar sem varahlutur eða sem viðbótar loftrist.
  • Stuðlar að betra flæði lofts í gáminum.

Mál

  • Breidd: 6.6 cm
  • Lengd: 20.3 cm

Mælt er með að hafa að minnsta kosti tvær ristir til að tryggja krossflæði á loftræstingu. Fjórar ristar myndu gefa enn betra krossflæði. Fyrir hámarks loftrás er einnig hægt að setja ristir í hvert bil á gámnum.