Ultra BT er nýjasta þróun frá Lindab í “eftirspurnarstýrð loftræstingu”, sem sagt að stýra loftræstingunni þannig að hún sé með nægjanleg afköst þegar á því er þörf en dragi svo úr afköstum.
- Orkusparnaður – eingöngu vera með loftræstingu þegar hennar er þörf
- Jafna notkun – rými í notkun minnka en á móti eykst loftræsting í rýmum í notkun
- Betri ending – minni noktun á búnaði og lengri ending fyrir vikið
Ultra BT er kerfi sem hentar til að nýta þann búnað sem er fyrir hendi og því ekki þörf á dýrum útskiptingum á búnaði. Hægt er að setja upp lausnina fyrir eitt herbergi í einu, þarf ekki að rífa niður veggi eða gera stórar breytingar.
Kostirnir eru því margir og augljósir.
Útreikingar Lindab sýna að hægt er að draga úr kostnaði um allt að 73% og ná allt að 68% orkusparnaði með því að nýta kerfið eingönu þegar þess er þörf.
Helstu eiginleikar:
- Auðvelt í uppsetningu
- Þráðlaust kerfi
- App stýrð loftræsting
- Uppsetning miðað við þörf hvers herbergis
- Auðvelt að setja upp herbergi fyrir herbergi
- Hægt að nýta eldri uppsetningu loftræstikerfis
Bæklingur og tækniblöð: