Vifta með 7 stillingum
Reton 7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Hægt er að nota hana fyrir baðherbergið (6 stillingar) eða til að spara orku með því að flytja varma úr einu rými í annað. Auðvelt er að velja á milli stillinga, aðeins þarf að taka plasthlífina af stilla á þá stillingu sem þú vilt.
Baðvifta
Reton K7 býður upp á 6 valmöguleika sem hentar fyrir útsog frá heimilum sem eru með náttúrlega loftræsingu. Viftan er sérstaklega gerð til notkunnar í votrýmum (IP44), einsog baðherbergjum og þvottarýmum. Hentar bæði á veggi eða loft.
Svört
Viftan er svört – með möttum svörtum lit.
Rakastýring og viðverustýring
Kemur bæði með rakaskynjara og viðveruskynjara. Þannig skynjar hún rakastig og ef rakinn verður of mikill fer hún sjálfkrafa á meiri blástur (eftir stillingum). Sama á við um hreyfi og ljósskynjarann, þannig að viftan fer á meiri snúning ef einhver kemur inn í herbergið.
Einföld
Þrátt fyrir að vera snjallvifta er hún ótrúlega einföld. Engin öpp eða flóknar stýringar. Bara 1 takki sem hægt er að stilla á allar 7 stillingarnar.
Flutningur á varma
Reton K7 er með innbyggan hitaskynjara sem stýrir loftflæði t.d. úr rými þar sem hiti er nægur, í herbergi þar sem þörf er fyrir aukinn varma. Viftunni er komið fyrir á vegg eða lofti á milli rýma (þvermál gats er á bilinu (Ø80 – 125 mm).
Helstu eiginleikar:
- Sjálfvirk rakastýring – Ef raki eykst, fer vifta sjálfkrafa í gang og loftræsir fljótt og vel.
- Ljósskynjari – Hægt er að stjórna viftu með hreyfiskynjara eða þegar ljós eru kveikt. Slekkur á sé eftir 15min eftir að ljós eru slökkt eða boð frá hreifiskynjara.
- Sjálfvirk útloftun – Forðist þungt loft og slæma lykt t.d. Í sumarbústaðnum. Sjálfvirk útloftun
þrátt fyrir að enginn er á staðnum. - Flutningur á varma – Jafnar varmaflæði milli rýma, flytur umfram varma t.d. frá varmadælu eða sólskála í nærliggjandi rými.
- Sjálfstýring á mótor – Innbyggð hraðastýring sem hámarkar nýtingu mótors og kemur í veg fyrir að það myndist dragsúgur jafnvel þó viftan keyri á lágum hraða.
- Hljóðlát – Einstaklega hljóðlát. Aðeins um 17 dB á lægsta hraða og 25db á hæsta.
- Framúrskarandi vifta – Mikil afkastageta og ræður við hátt þrýstifall
- Þarf litla orku – Orkunotkun Klimat 7 er mest 3 vött
Eiginleikar:
- Rör: 100 mm
- Í loft eða á vegg
- Þvermál: 175 mm
- Dýpt: 55 mm
- Afköst:
- Lág: 40 m³/h (11,1 l/s)
- Milli: 60 m³/h (16,7 l/s)
- Hátt: 95 m³/h (26,4 l/s)
- Max: 110 m³/h (30,6 l/s)
- Mótþrýstingur: 48 Pa
- Hljóð 17 dB(A) 3 m
- Afl: 3W
- Straumur: 230V AC 50Hz
- Þéttleiki: IP44 (svæði 1)
Stillingar:
[porto_content_box] Einfalt er að velja – bara snúa einum takka![/porto_content_box]
- Alsjálfvirk – þrír hraðar. Lágur hraði. Hreyfiskynjari – meðalhraði. Rakaskynjari – hár hraði
- Ef þörf er á aukinni loftræsingu. Lágur hraði. Hreyfiskynjari – meðalhraði. Rakaskynjari – mesti hraði
- Án hreyfiskynjara . Lágur hraði. Rakaskynjari – hár hraði.
- Sjálfvirk gangsetning. Hreyfiskynjari – meðalhraði. Rakaskynjari – hár hraði. Möguleiki til að koma í veg fyrir dragsúg í gegnum viftu.
- Handvirk gangsetning og stopp með rofa. Þegar kveikt er á viftu þá keyrir hún á háum hraða. Möguleiki til að koma í veg fyrir dragsúg í gegnum viftu.
- Sjálfvirk útloftun. Eins og stilling nr.4. Ef vifta hefur ekki verið í gangi í meira en 24 tíma, þá er hægt að láta hana fara í gang á 12 tíma fresti og þá keyrir hún í 30 mín í senn.
- Varmaflutningur. Flytur umframvarma á milli rýma, t.d. frá varmadælu yfir í nærliggjandi herbergi.
Þyngd | 1 kg |
---|---|
Ummál (áætluð stærð á pakningum): | 20 × 20 × 10 cm |
Þér gæti einnig líkað við…
-
Intellivent Snjallvifta
Original price was: 38.119 kr..30.495 kr.Current price is: 30.495 kr..Skynjar lykt Viftan hefur þann ótrúlega eiginleika að skynja lykt! Ef það er lykt þá eykur hún hraðann þangað til lyktin er farin. Rakastýrð Skynjar rakastigið […]