Miðflóttar vifta – Fyrirferðarlitlar fyrir vegg- og loft uppsetningu
Þessar fyrirferðarlitlu miðflótta viftur henta einstaklega vel fyrir uppsetningu í vegg eða loft. Þær eru kjörnar til loftræstingar á gluggalausum baðherbergjum og öðrum litlum eða meðalstórum rýmum í íbúðar- eða atvinnuhúsnæði þar sem þörf er á að tengja útsogið við loftræstirásir og þörf er á meira afli en venjulegar baðviftur.
Hentar vel fyrir aðstæður þar sem koma þarf lofti út um lengri leiðir t.d. ef vifta er staðsett í kjallara og þörf er á að koma loftinu upp um heila hæð.
Helstu kostir:
- Fyrirferðarlítil hönnun: Hentar vel þar sem pláss er takmarkað – miðað við aðrar sambærilegar lausnir – með jafn miklum krafti.
- Grunnur útblástursstútur: Gerir kleift að setja viftuna upp þótt 90° beygja sé strax á eftir henni í rásinni.
- Hentar fyrir baðherbergi: Örugg hönnun fyrir uppsetningu á baðherbergjum (sjá IP vörn).
- Innbyggður, þéttur bakloki: Kemur í veg fyrir að kalt loft eða óæskileg lykt berist inn þegar slökkt er á viftunni.
Tæknilegar upplýsingar:
- Hús: Smíðað úr hvítu, höggþolnu ABS plasti sem þolir vel áhrif sólarljóss („UV resistant“) og gulnar síður.
- Mótor: Langlífur skyggðarpóla mótor með innbyggðri hitavörn. Öxlar á kúlulegum tryggja langan endingartíma (a.m.k. 30.000 klst.) í stöðugri notkun miðað við hámarks leyfilegt hitastig. Hægt er að hraðastýra viftunni með viðeigandi aukahlutum frá VORTICE.
- Viftuhjól: Frambeygt miðflóttahjól úr sterku plasti sem þolir ágeng efni.
- Bakloki / einstefnuloki: Innbyggður loki kemur í veg fyrir bakflæði lofts og lyktar þegar slökkt er á viftunni. Er úr hörðu plasti sem er alveg þétt.
Öryggi og vottanir:
- Afköst og öryggi vottað af óháðum aðila (IMQ).
- IP vörn: IPX4 (varin gegn skvettum úr öllum áttum).
- Rafmagnsöryggisflokkur: II (Tvíeinangrað, þarfnast ekki jarðtengingar).
Gerð (Grunnútgáfa) | ARIETT LL |
---|---|
Spenna (V~50Hz) | 230 V |
Hámarksafl (W) | 18 W |
Hámarksstraumur (A) | 0.14 A |
Hámarkssnúningur (sn/mín) | 2315 sn/mín |
Hámarksloftflæði (m³/klst) | 70 m³/klst |
Hámarksloftflæði (l/s) | 19.4 l/s |
Hámarksþrýstingur (mmVs) | 12 mmVs1 |
Hámarksþrýstingur (Pa) | 118 Pa |
Hljóðstig Lp dB(A) @ 3m* | 40 dB(A) |
Hámarks umhverfishiti (°C) | 40 °C |
Þyngd (kg) | 1.50 kg |
Stærð:
Gerð | A | B | C | Ø D | E | F |
---|---|---|---|---|---|---|
ARIETT LL | 156 | 123 | 25 | 97 | 60 | 60 |
Þyngd | 2 kg |
---|---|
Stærð | 20 × 20 × 20 cm |