Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningerrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Áhrifum loftmengunar á heilsu má skipta annars vegar í bein heilsufarsleg áhrif þar sem loftmengunin veldur sjúkdómum eða kvillum og hins vegar óbein áhrif þar sem loftmengunin eykur undirliggjandi sjúkdóm eða líkur á að viðkomandi veikist. Bein heilsufarsleg áhrif mengunar á öndunarfæri geta verið mikil. Yfirborð lungna er stórt og efni sem berast niður í öndunarveginn geta haft töluverð skaðleg áhrif. Mikið blóðflæði er um lungun og efni og efnasambönd sem berast niður í smæstu einingar lungna geta borist út í blóðið og um líkamann. Áhrif mengunar í andrúmslofti eru því alls ekki einangruð við lungu og öndunarfæri heldur geta náð um allan líkamann. Óbein áhrif loftmengunar eru veruleg, ekki síst á fólk með langvinna sjúkdóma í öndunarfærum, s.s. astma og langvinna lungnateppu. Innlögnum vegna lungnateppu og astma fjölgar eftir því sem mengun er meiri.

Mengunarvaldar eru af mörgu tagi, náttúrulegir eða manngerðir, innanhúss og utan. Á
Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð og dánartíðni vegna
loftmengunar er ekki þekkt enda erfiðleikum bundið að rannsaka slíkt vegna þess hve fáir
búa hér á landi, en oft þarf meiri fjölda til að geta greint orsakasamband með óyggjandi hætti.
Íslensk rannsókn hefur þó sýnt að notkun bæði innöndunarlyfja og hjartalyfja eykst marktækt
eftir mikla loftmengun. Þessum rannsóknum þarf að fylgja betur eftir og kanna tengsl
loftmengunar við tíðni innlagna eða fjölgun sjúkdómstilfella.

Mengun innanhúss vegur þungt hér á landi í ljósi þess hve stórum hluta ævinnar Íslendingar
eyða innandyra, hvort sem er á heimilum, vinnustöðum eða annars staðar. Sérstaklega þarf
að huga að loftgæðum í vistarverum barna og viðkvæmra einstaklinga, t.d. í leikskólum,
skólum og sjúkrastofnunum. Hönnuðir og umráðamenn slíks húsnæðis þurfa að vera vel
meðvitaðir um áhrif loftgæða á líðan og heilsu, og sjá til þess að ákvæði í reglugerðum séu
uppfyllt.

Mengunarefni Uppruni
Tóbaksreykur Reykingar
Svifryk Gatnaslit, útblástur bíla, byggingarframkvæmdir, uppblástur, selta, sandfok , eldgos,
aðbúnaður innanhúss og ónóg þrif
Ofnæmisvaldar Gróður, dýr, efnanotkun
Myglugró og gerlaleifar Mygla og gerlagróður vegna raka í húsnæði. Smitnæm efni í lofti vegna óþrifa og ófullnægjandi loftræstingar
Köfnunarefnisoxíð NOx Útblástur bíla, skipa og annarra farartækja
Kolmónoxíð CO Útblástur bíla, ofnar og lampar sem brenna eldsneyti, t.d. gaslampar
Koltvísýringur CO2 Frá útöndun manna, ónóg loftræsting
Brennisteinsdíoxíð SO2 Iðnaður, bílar og skip
Brennisteinsvetni H2 S Jarðhitavirkjanir, náttúruleg útgufun á hverasvæðum
Díoxín o.fl. Sorpbrennsla, iðnaður, fiskveiðar, bruni
Formaldehýð Iðnaður, rannsóknarstofur, byggingarvörur
Lykt Fjölbreyttar uppsprettur, t.d. iðnaður, jarðhiti, dýrahald, efnavörur, óþrif

Úr Hreint loft, betri heilsa, Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi
ásamt tillögum til úrbóta

apríl 22, 2013

Mengunarvaldar lofts

Áhrifum loftmengunar á heilsu má skipta annars vegar í bein heilsufarsleg áhrif þar sem loftmengunin veldur sjúkdómum eða kvillum og hins vegar óbein áhrif þar sem […]