Síður

Ammoníak

Ammoníakið er framleitt af belgíska fyrirtækinu ChemoGas, sem er í 100% eigu Linde GAS, sem er meðal annars sama fyrirtæki og á Ísaga.

 

 

Vottanir:

Ammoníkaið er vatnsfrítt (sjá staðfestingu), og er framleitt eftir ISO staðli.

Stærð hylkja:

64 kg hylki

475 kg bambi

 

Lekaviðvörun

Lekaviðvörun

Lekaviðvörun

Lekaviðvörunarkerfi frá AKO býður upp á lekvaviðvörun fyrir alla helstu kælimiðla.

Lekaviðvörunin gefur leka til kynna bæði með ljósi og hljóðmerki, einnig er hægt að tengja kerfið við utanaðkomandi viðvörunarkerfi eða símaviðvörun.  Þannig að komi upp leki þá eru réttir aðilar látnir vita og hægt að bregðast við áður en of mikið tjón hefur orðið.

Lekaviðvörunin er fyrir alla helstu kæliðmiðla, svo sem R-404a, R134a, R-422A og einnig fyrir ammoníak.

Bæklingur fyrir lekaviðvörunina.

 

Meðfylgjandi er lausleg samantekt úr staðilinum úr skýrslu Guðbergs Rúnarssonar frá Fiskifélag Íslands, þar sem hann fjallar um IS EN 378 staðalinn og kröfu um lekaviðvörun þar sem kælikerfi eru.

Staðallinn gildir fyrir ný og eldri kerfi og tekur á öryggi manna og eigna, en ekki á vörum í geymslu eða umhverfi kæli- og varmadælukerfa. Hann gildir fyrir hreyfanleg eða föst kælikerfi af öllum stærðum, og staðsetningu. Staðallinn segir til um uppsetningu á föstum lekaskynjurum í nýjum og eldri kerfum. Lekaskynjararnir skulu hafa það markmið að vara við í tíma, við hættulegu magni af kælimiðilsgasi í nærliggjandi umhverfi kælikerfis og mengun umhverfisins. Við uppsetningu og val á lekaskynjurum skal taka mið af kælimiðlinum sem er á kerfinu.
• Einn eða fleiri skynjarar skulu vera í sérstökum vélarúmum.
• Í sérstökum vélarúmum sem eru að hluta til, eða alveg neðanjarðar þar sem náttúruleg loftskipti verður ekki komið við s.s. í námum og skipum, þar sem engir menn eru að störfum skal kælimiðilsskynjari stjórna neyðar loftræstikerfi.
• Sumir L2 kælimiðlar og allir L3 kælimiðlar eru eldfimir. Í flestum tilfellum þarf rafbúnaður þar sem þessir kælimiðlar eru notaðir að standast strangar kröfur fyrir hættuleg svæði. (25 Kg eldfim L3 að undanskildu ammoníaki).
• Fyrir ammoníak kerfi > 10 Kg er gerð krafa um vélknúna loftræstingu, há- og lággildis ammoníak skynjara, rofabúnað sem stjórnast af ammoníak skynjurum, viðvörunarbúnað og búnað til að stöðva kælikerfið ef ammoníak gas í umhverfi klefans fer yfir 30.000 ppm.
• Skynjari fyrir L3 kælimiðil skal virka áður en 25% styrk yfir lággildi efnisins í umhverfinu er náð og ræsa viðvörun
• Þegar kælimiðilsstyrkur í umhverfinu fer yfir sett markgildi skynjaranna skulu skynjarar setja af stað hljóðviðvörun þannig að rétt neyðaráætlun geti hafist. • Fyrirbyggjandi ráðstafanir og öryggismál til að auka öryggi við skyndilegan leka.
• Skynjarar skulu vera í réttri hæð og vakta styrk kælimiðils miðað við athafnahæð manna.
• Kælikerfi í flokki L1 eða L2 (lyktarlaus) skulu hafa kælimiðils skynjara sem vinna við raunhæf gildi.

Kælimiðlar

Kælimiðill R-404 á 10,9 kg hylki

Kælimiðill R-404 á 10,9 kg hylki

Íshúsið er með mikið magn af kælmiðlum á lager en Íshúsið hefur verið með stærri innflytjendum kælimiðla á Íslandi undanfarin ár.

Miklar breytingar hafa verið á þessum efnum á undanförnum 10 – 15 árum, þar sem gömlu efnin hafa smám saman verið að hverfa og ný tekið við. Nú seinast var R-22 bannað, en það hefur verið eitt algengasta efni á kælikerfum unanfarna áratugi á Íslandi. Sérfræðingar okkar geta ráðlagt þér þegar kemur að því velja kælimiðil sem hentar

Íshúsið ehf býður eingöngu upp á hágæða kælimiðla. Þegar kemur að vali á kælimiðlum skiptir miklu máli að kælimiðlarnir séu hágæða miðalar en miðlar af lakari gæðum geta bæði eyðilagt kerfin sem þau eru inn á og einnig dregið verulega úr afköstum þeirra. Miðlarnir geta auk þess valdið ótímabærri tæringu í kerfunum. Helstu ástæður þess að miðlar eru ekki hágæða er að fyrirtæki eru að draga úr kostnaði við framleiðsluna með því að nota óhreinar blöndur í efnin og drýgja með efnum sem geta valdið skaða á kerfunum.

Íshúsið selur mest af miðlum á 10 L kútum, en bíður einnig upp á miðla í 60 L hylkjum.

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim efnum sem við eigum alla jafna á lager:

  • Kælimiðill R-404a
  • Kælimiðill R-134a
  • Kælimiðill R-410
  • Kælimiðlill R-407c
  • Kælimiðill R-422a

Ammoníak

Ammoníak

Ammoníak

Hágæða ammoníak frá Chemogas, sem er dótturfyrirtæki Linde. Linde er stærsti gasframleiðandi í heimi með framleiðslu í öllum heimsálfum. Chemogas hefur sérhæft sig í ammoníaki fyrir alla samsteypuna.

Íshúsið á ammoníak bæði á bömbum og 60 kg hylkjum.

Hafðu samband í síma: 566 6000 fyrir frekari upplýsingar og verð