Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 4a
Kíktu í sýningerrými okkar á Smiðjuvegi 4a (græn gata) og fáðu upplýsingar um loftræstikerfi.

Verslaðu á netinu eða kíktu í loftræstibúðina á Smiðjuvegi 4a (græn gata)

Opnunartími: Má-Fi: 9:00-17:00, Fö: 9:00-16:00. 

Fáðu ráðgjöf frá fagmönnum

  • Smíði á byggingum fylgir byggingarreglugerð og samkvæmt því þarf að fylgja þeim ráðleggingum sem því fylgir og hönnun sem uppfyllir kröfur byggingarreglugerðar.  Oftast er þetta hluti af heildarhönnun byggingarinnar.

  • Fyrir eldri byggingar þá eru oft aðrir eiginleikar sem þarf að hugsa um við hönnun, eins og hvar er best að koma því fyrir, loft magn og annað.

Rétt afköst

  • Við val á loftræstikerfi þarf að velja rétta stærð af kerfi miðað við notkun.  Við eðlilegar kringumstæður hefur danska viðmiðið verið að loftræstikerfi geti afkastað 0,5 loftskiptum á klukkustund á hálfum afköstum. 

  • 100 fm íbúð, sem væru 250 m3, þá væri valið loftræstikerfi sem er 500 m3/klst.

    • Afköst byggð á stærð eru þó ekki eina sem þarf að huga að, fleiri þættir skipta máli t.d. fjöldi einstaklinga í rýminu, virkni í rýminu og aðstæður t.d. lagnaleiðir geta haft áhrif.

    • Við höfum lika sett upp reiknivél til að hjálpa við afköstin, sem miðast út frá íslensku byggingareglugerðinni um lágmarksafköst.

    Reikna afköst

    Stýringar

    Það er skynsamlegt að vera með sjálfvirkar stýringar til að hafa lágmarksafköst.  Með því að vera með sjálfvirkar stýringar er hægt að draga úr afköstum og nýta orkuna betur.   

    Það eru margar mögulegar stýringar, frá því að vera einföld hraðastýringar og yfir í að taka tillit til CO2, rakastigs, hreyfingar og svo framvegis.   Þá eru afköstin stýrð út frá því hvað er um að vera í rýminu.

    Varmaendurvinnsla kerfisins

    Þetta er oftast einn mikilvægasti hlutur kerfins, það er hversu mikinn varma kerfið getur endurnýtt. Kerfin nota varmann úr inniloftinu til að hita upp loftið sem er að koma að utan. Kerfin eru misgóð í að endurvinna orkuna og þar með getur munað miklu á kostnaði við rekstur kerfisins og þá annara hitagjafa.  Kerfi sem er með góða varmaendurvinnslu þýðir að minna þarf að hita loftið og kostnaðurinn er minni.  Það getur því borgað sig að kaupa dýrara kerfi með betri varmanýtingu, þar sem það verður sparnaður í kyndingarkostnaði í framtíðinni.

    Rakaendurvinnsla

    Flottari kerfi eru oft komin með rakaendurvinnslu, það þýðir að kerfið reynir að viðhalda rakanum í loftinu og vera með eðlilegri raka. Ef rakinn er of hár, þá lækkar kerfið rakann en ef hann er of lítill nýtir hann rakann sem er að koma að utan til að hækka rakastigið.

    Staðsetningar

    Loftræstikerfið þarf að vera staðett innandyra, í rými sem er að minnsta kosti 10°C.  Best er að hafa það á stað þar sem hljóð nær ekki að berast í önnur rými.  Það þarf að vera gott aðgengi að kerfinu til þess að geta viðhaldið, hreinsað kerfið og skipt um síur.   

    Taka þarf tillit til brunahólfa, þannig er bílskúr skilgreindur sem sérstakt brunahólf og því þarf að setja upp sjálfvirkar brunavarnir ef kerfi er staðsett þar.

    Loftræstilagni

    Það er mælt með að hafa loftræstilagnir eins stuttar og hægt er, langar loftræstilagnir draga úr virkni kerfisins og hljóðmengun getur verið hærra.   

    Í dag er mjög algengt að loftræstilagnir séu lagðar í steypu, og þá með plastlögnum.  Það þarf hins vegar að samþykkjast og vera gert í samstarfi við hönnuði til að uppfylla öll skilyrði.

    Séu notaðar plastlagnir þá eru oftast lagðar 2 lagnir í hvern notanda (stút), minni herbergi eru oftast með einn en stærri 2 eða fleirri.  Jafnvel þótt hver notandi sé með litlu loftflæði þá er algengt að báðir séu notaðir, einn þá til vara og til að draga úr móttstöðu með því að nota þá báða.

    Uppsetning og staðsetning á stútum

    Huga þarf að loftgæðum þess lofts sem er dregið inn, ef staðsetning er við umferðargötu er betra að hafa staðsetninguna á þeirri hlið sem er fjær umferðinni, jafnframt hugsa til þess að hæðin sé það mikil að ekki sé verið að taka inn ryk af jörðu.  

    Yfirleitt er betra að fara um vegg, frekar en þak.  Eriðara getur verið að þétta þök og meiri hætta á að vindur geti haft áhrif á túðuna.

    Velja þarf staðsetningu á stútum þannig að ekki sé hætta á að óhreint loft úr útblæstri fari beint í loftinntak.

    Loftflæði

    Hugsa þarf um loftflæðið innandyra.  Útsog er út úr rökum rýmum (t.d. baðherbergi) eða þar sem óhreint loft er, en innblástur er í dvalarrýmum. Tryggja þarf innandyra að loftið getið flætt hindranalaust á milli rýma, þá þarf að hafa opnun sem er gerð með hljóðdeifðum ristum (þe. yfirsraumsristum) eða öðrum leiðum til að loftið flæði hindranalaust á milli herbergja.

    Skoða þarf loftmagn í hverju rými með tilliti til stærðar.

    Dreifarar – veggstútar og loftstútar

    Andlit hvers kerfis eru sjálfir stútarnir sem sjást.  Valmöguleikar eru óteljandi og nauðsynlegt að vanda valið.  Stútarnir hafa ekki bara áhrif á útlitið, heldur líka hljóð, loftman.  Huga þarf að því að það sé hægt að hreinsa þá á auðveldan máta og þeir falli inn í umhverfið á hverjum stað.

    Stillingar

    Fyrir fyrstu notkun þarf að stilla kerfið.  Það er gert með því að loftflæði um hvern notanda er stillt og sjá þannig til að hvert rými fái eðlilegt loftmagn.

    Rekstur

    Þegar kerfið er komið í gang þarf að hafa venjulegt viðhald og rekstur. Tékka þarf reglulega á hreinleika kerfisins og skoða hvort loftsíur séu hreinar, ef þær eru það ekki þarf að skipta um þær reglulega eða ekki sjaldnar en einu sinni á ári.  

nóvember 30, 2020

Loftræstikerfi – Algengar spurningar

Fáðu ráðgjöf frá fagmönnum Smíði á byggingum fylgir byggingarreglugerð og samkvæmt því þarf að fylgja þeim ráðleggingum sem því fylgir og hönnun sem uppfyllir kröfur byggingarreglugerðar.  […]