Síður

Rafmagnstafla PROPlus Basic

Stjórntafla fyrir kæliskápa

Stjórntafla fyrir kæliskápa

Öflug stjórntafla fyrir kæli- eða frystiklefa:

 • NTC hitanmemar – fyrir kæli eða frystiklefa
 • 2 stillanleg stafræn inntök
 • Hitasvið frá -50°C til 99,9°C
 • 5 möguleg úttök: Pressa, afhríming, vifta og 2 (aux 1 og aux 2)
 • 2 stillanleg úttök t.d. ljós, segulloki, viðvörun eða ljós
 • Skjár með 3 tölustöfum og 9 stöðumerkjum
 • Viðvörun: Annað hvort við bjöllu eða úttak
 • IP65 skvettihelt
 • Stærð: 230 x 230 x 90 mm

  ako

Hitastýringar fyrir kæli- frystiklefa

ako 14123 - hitastýring

ako 14123 - hitastýring

AKO framleiðir allar gerðir af stýringum fyrir kæli og frystikerfi, hvort heldur er stýringar fyrir einfalda kæliklefa eða mjög flókin stýrikerfi.

Þetta eru algengustu hitastýringarnar sem Íshúsið ehf er með á lager, auk þess eru til sérhæfðari stýringar á lager.

Ako 14123 – hitastýring

 • Einföld hitastýring sem hentar fyrir kæliklefa en getur einnig stjórnað upphitun (hitastýring).
 • Hægt að stjónar tíma á milli afhríminga, og hversu lengi þær vara.
 • Straumur: 230 Volt (innbyggður straumbreytir
 • Skynjari: NTC skynjari
 • Hitasvið: -50ºC to +99ºC
 • Nákvæmni: ±1ºC
 • Segulrofi:16 Amp SPST
 • IP staðall: IP65
 • Stærð: 75mm x 33mm

Ako 14323 – hitastýring

 • Hitastýring sem hentar fyrir frystiklefa
 • Hægt að stjónar tíma á milli afhríminga, og hversu lengi þær vara.
 • Straumur: 230 Volt (innbyggður straumbreytir
 • Skynjari: NTC skynjari
 • Hitasvið: -50ºC to +99ºC
 • Nákvæmni: ±1ºC
 • Segulrofi:16 Amp SPST
 • IP staðall: IP65
 • Stærð: 75mm x 33mm

Neyðarbúnaður fyrir frysti- & kæliklefa

Viðvörunarkerfi fyrir kælikerfi

Camalarm viðvörunarkerfi

CAMAlarm sérhæfð viðvörunarkerfi fyrir kæli- og frystkilefa (neyðarhnappur). Kerfið er tvískipt, annars vegar er ljós sem er komið inn í klefanum og svo hins vegar neyðarhnappur sem er komið fyrir inn í klefanum og bjalla fyrir utan klefann. Hægt er að tengja kerfið við önnur kerfi svo sem GSM – viðvörunarkerfi eða önnur viðvörunarkerfi sem eru til staðar.

Hægt er að tengja marga neyðarhnappa við eina viðvörunarstöð.

Kerfið er búið með rafhlöðu sem tryggir að kerfið virkar jafnvel þótt rafmagn fari af.

Skylda er að hafa slík kerfi fyrir fyrstiklefa, þannig að hægt sé að gera viðvart ef einhver læsist inn í klefanum.

Bæklingur á ensku um viðvörunarbjöllurnar

PROMet rafmagnstafla fyrir frystiklefa

Stjórnstöð fyrir frystklefa

Stjórnstöð fyrir frystklefa

Öflugar rafmagnstöflur fyrir kæliklefa eða frystiklefa.

 • Málkassi utan um rafmagnstöfluna, RAL-7032-5 grár litur með öflugri rafhúðun
 • Aðalrofi, þriggja póla og stýrt að framan.
 • Gaumljós fyrir stöðu kerfisins og villur í kerfinu
 • Áprentuð skýring á kerfinu
 • Auðvelt að tengja töflu með leiðbeiningum
 • AKO stjórnstöð
 • Moeller íhlutir

Rafmagnstöflur fyrir kæli- og frystiklefa

Rafmagnstafla fyrir kæli eða frysti

Rafmagnstafla fyrir kæli eða frysti

Kæli- og frystirafmagnstöflurnar eru ótrúlega öflugar og einfaldar rafmagnstöflur. Þær eru hagkvæm lausn og tilbúin, í stað þess að þurfa að kaupa hverni þátt fyrir sig þá kemur taflan tilbúin og eina sem þarf að gera er að tengja hana.

 • Innbyggt thermóstat sem getur stýrt annað hvort kæli eða frysti
 • Innbyggður hitasíriti
 • Getur stýrt annað hvort kæli eða frysti.
 • 4 mismunandi tegundir af afhrímingu í boði (rafmagns afhrímin, heitgas afhríming, blásin afhríming eða sambland
 • Annað hvort fyrir einfasa eða þriggjafasa
 • Hægt að tengja við viðvörunarkerfi

Bæklingur á ensku með rafmagnstöflunum

Lekaviðvörun

Lekaviðvörun

Lekaviðvörun

Lekaviðvörunarkerfi frá AKO býður upp á lekvaviðvörun fyrir alla helstu kælimiðla.

Lekaviðvörunin gefur leka til kynna bæði með ljósi og hljóðmerki, einnig er hægt að tengja kerfið við utanaðkomandi viðvörunarkerfi eða símaviðvörun.  Þannig að komi upp leki þá eru réttir aðilar látnir vita og hægt að bregðast við áður en of mikið tjón hefur orðið.

Lekaviðvörunin er fyrir alla helstu kæliðmiðla, svo sem R-404a, R134a, R-422A og einnig fyrir ammoníak.

Bæklingur fyrir lekaviðvörunina.

 

Meðfylgjandi er lausleg samantekt úr staðilinum úr skýrslu Guðbergs Rúnarssonar frá Fiskifélag Íslands, þar sem hann fjallar um IS EN 378 staðalinn og kröfu um lekaviðvörun þar sem kælikerfi eru.

Staðallinn gildir fyrir ný og eldri kerfi og tekur á öryggi manna og eigna, en ekki á vörum í geymslu eða umhverfi kæli- og varmadælukerfa. Hann gildir fyrir hreyfanleg eða föst kælikerfi af öllum stærðum, og staðsetningu. Staðallinn segir til um uppsetningu á föstum lekaskynjurum í nýjum og eldri kerfum. Lekaskynjararnir skulu hafa það markmið að vara við í tíma, við hættulegu magni af kælimiðilsgasi í nærliggjandi umhverfi kælikerfis og mengun umhverfisins. Við uppsetningu og val á lekaskynjurum skal taka mið af kælimiðlinum sem er á kerfinu.
• Einn eða fleiri skynjarar skulu vera í sérstökum vélarúmum.
• Í sérstökum vélarúmum sem eru að hluta til, eða alveg neðanjarðar þar sem náttúruleg loftskipti verður ekki komið við s.s. í námum og skipum, þar sem engir menn eru að störfum skal kælimiðilsskynjari stjórna neyðar loftræstikerfi.
• Sumir L2 kælimiðlar og allir L3 kælimiðlar eru eldfimir. Í flestum tilfellum þarf rafbúnaður þar sem þessir kælimiðlar eru notaðir að standast strangar kröfur fyrir hættuleg svæði. (25 Kg eldfim L3 að undanskildu ammoníaki).
• Fyrir ammoníak kerfi > 10 Kg er gerð krafa um vélknúna loftræstingu, há- og lággildis ammoníak skynjara, rofabúnað sem stjórnast af ammoníak skynjurum, viðvörunarbúnað og búnað til að stöðva kælikerfið ef ammoníak gas í umhverfi klefans fer yfir 30.000 ppm.
• Skynjari fyrir L3 kælimiðil skal virka áður en 25% styrk yfir lággildi efnisins í umhverfinu er náð og ræsa viðvörun
• Þegar kælimiðilsstyrkur í umhverfinu fer yfir sett markgildi skynjaranna skulu skynjarar setja af stað hljóðviðvörun þannig að rétt neyðaráætlun geti hafist. • Fyrirbyggjandi ráðstafanir og öryggismál til að auka öryggi við skyndilegan leka.
• Skynjarar skulu vera í réttri hæð og vakta styrk kælimiðils miðað við athafnahæð manna.
• Kælikerfi í flokki L1 eða L2 (lyktarlaus) skulu hafa kælimiðils skynjara sem vinna við raunhæf gildi.

AKO leiðbeiningar

Leiðbeiningar með AKO:

Bæklingar:

Neyðarbúnaður fyrir frysti- & kæliklefa

Viðvörunarkerfi fyrir kælikerfi

Camalarm viðvörunarkerfi

CAMAlarm sérhæfð viðvörunarkerfi fyrir kæli- og frystkilefa (neyðarhnappur). Kerfið er tvískipt, annars vegar er ljós sem er komið inn í klefanum og svo hins vegar neyðarhnappur sem er komið fyrir inn í klefanum og bjalla fyrir utan klefann. Hægt er að tengja kerfið við önnur kerfi svo sem GSM – viðvörunarkerfi eða önnur viðvörunarkerfi sem eru til staðar.

Hægt er að tengja marga neyðarhnappa við eina viðvörunarstöð.

Kerfið er búið með rafhlöðu sem tryggir að kerfið virkar jafnvel þótt rafmagn fari af.

Skylda er að hafa slík kerfi fyrir fyrstiklefa, þannig að hægt sé að gera viðvart ef einhver læsist inn í klefanum.

Bæklingur á ensku um viðvörunarbjöllurnar