Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg aukning á bílastæðahúsum og bílakjöllurum og kröfur um loftun á slíkum rýmum hafa einnig aukist. Við hjá Íshúsinu höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi loftun og búnað sem þarf. Við erum umboðsaðili fyrir Vortice sem er mjög stór aðili á þessum markaði. Með kaupum á fyrirtækjum eins og Casals hefur Vortice verulega styrkt stöðu sína á þessum markaði og hafa sérfræðingar á þeirra vegum komið að fjölmörgum verkefnum á mörgum stigum frá grunnhönnun og upp í CFD hönnun á flóknum verkefnum.

Ert þú að hanna eða byggja húsnæði með bílastæðakjallara? Sérfræðingar VORTICE ætla að bjóða upp á sérstaka kynningu fyrir íslenskan markað á þeim lausnum sem þeir bjóða, ásamt þjónustu sem þeir geta boðið upp á við aðstoð á hönnun.

Það verður sífellt algengara að gert sé ráð fyrir bílastæðakjöllurum í fjölbýlishúsum og öðrum byggingum og við hjá Íshúsinu höfum aðstoðað fyrirtæki um hönnun og sölu á loftræstibúnaði fyrir slík rými.

Fundurinn er fjarfundur í samstarfi við Vortice! Fundurinn fer fram á TEAMS (sjá tengil á facebook) og verður haldinn 20. febrúar klukkan 9:30.

Frítt fyrir alla.

Í

Íshúsið ehf.
Íshúsið ehf. er ein stærsta heildverslun landsins í loftun og tengdum vörum. Fyrirtækið var stofnað árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár með þeim gríðarlega vexti sem hefur verið í kröfum á loftun.

Um Vortice:
Vortice er eitt stærsta loftræstifyrirtæki heims og var fyrirtækið stofnað árið 1954 á Ítalíu. Vörur fyrirtæksins hafa verið fluttar inn til landsins síðan á áttunda áratug seinustu aldar og var Einar Farestveit þá umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi. Íshúsið hefur nú verið með umboð fyrir Vortice í tæpan áratug. Vortice er í dag eitt allra stærsta fyrirtæki heims á sviði loftræstingar, með starfsemi í fjölmörgum löndum og hefur einnig verið duglegt að kaupa samkeppnisaðila, svo sem Casals sem hefur verið vel þekkt á Íslandi.