Velheppnað námskeið í kælitækni

Íshúsið ehf hefur reglulega haldið námkseið þar sem farið er í helstu atriði kælitækni.  Í dag var eitt slík haldið þar sem kælimenn víðsvegar af landinu komu saman og fóru yfir helstu þætti sem snúa að viðgerðum á kælitækni. Teknir voru fyrir þeir þættir sem snúa viðgerðum á slíkum tækjum og greiningu bilana.  Námskeiðið var vel sótt og komust færri að en vildu.  Námskeiðið var kennt á mannamáli og með beinni þátttöku þeirra sem það sátu.  Þáttakendur námskeiðsins voru sáttir að lokum enda námskeiðið gert til að auka hæfni þeirra sem nú þegar höfðu reynslu af viðgerðum kælitækja.  Gera má ráð fyrir að næsta námskeið verði haldið í haust.